mánudagur, júní 01, 2009

Haustverk


Við tókum haustverkin mjög snemma í ár og pöntuðum eldiviðinn í lok febrúar, sem er yfirleitt hagstæðara en að bíða þar til allir panta eldivið í maí. Enda var febrúar ansi kaldur eftir hitabylgjuna í janúar.

Sérfræðipróf


Af okkur er það helst að frétta að Svava er að nálgast lokasprettinn í Mastersritgerðinni og ég hef verið á kafi í bókunum að undirbúa mig fyrir skriflega part sérfræðiprófsins þann 17. febrúar. Ég og einn annar strákur, Mark Gilbert, þreyttum prófið hér í Christchurch. Þessi hluti er aðalskelfirinn og yfirleitt um 40% fall í þessum hluta. Um helgar þá hef ég farið og leigt mér húsnæði utan Christchurch og læri 16 tíma á dag í nokkra daga í röð og Svava er heima með krakkana. Mér finnst þetta rosalega gagnlegt enda kemst ég yfir massamikið efni í þessum ferðum. Sem betur fer er þessum parti lokið og ég hef aðeins meiri tíma fyrir Svövu og krakkana. Það gekk bara ágætlega í prófinu en það tók 6 vikur að fá niðurstöðuna sem var betur fer jákvæð. Þann 2. og 3. maí var svo verklega prófið í Brisbane og gekk það líka ljómandi vel þannig að nú er ég frjáls maður....eða þannig. Klára svo verknámið í byrjun desember 2009 og verð þá orðinn sérfræðingur í Bráðalækningum ofan á Almennu Lyflækningarnar. Læt fylgja með eina mynd fyrir skriflega prófið þegar lítill tími var til raksturs.......

Sól og sumar
Við komum tilbaka beint í hitabylgju. Hitinn var hátt í 40 stigin fyrstu 10 dagana. Það er ósköp notalegt að hafa smáhita en þetta var nú einum of. Það var varla að við svæfum á nóttunni heldur þar sem hitinn féll ósköp lítið. Það var notalegt að taka fram garðúðarann og hlaupa nokkrum sinnum í gegnum kalda gusuna. Krakkarnir voru frekar leiðir, sakna allra vina og vandamanna á Íslandi og svo tók heldur betur á við að koma sólarhringnum á rétt ról aftur. Set líka inn eina mynd af Birnu Líf þar sem hún er búin að missa eina tönnina til.....hún varð eftir í epli.