fimmtudagur, október 11, 2012

Störnufræði - Birna LífÍ gærkvöldi fórum við í heimsókn í stjörnuathugunarstöðinni hér í Port Macquarie að skoða stjörnurnar úr stjörnukíkinum. Það var dálítið skýjað svo því miður gátum við ekki kíkt í kíkinn en við fengum að halda á loftstein sem  hafði verið sagaður í tvennt. Loftsteinninn kom utan úr geimnum og lenti hér í Ástralíu. Hann var mjög þungur miðað við stærð enda bara úr járni og nikkel.
Stjörnufræðingur sagði okkar líka frá lofsteini sem lenti í Síberíu 1908, hann sprakk um 5-10 km fyrir ofan jörðina og varð svo mikil höggbylgja að skógurinn féll, 80 milljón tré á 2150 ferkílómetra svæði og þetta fannst alla leið til Englands. Þetta er jafnmikið svæði og allt Reykjanesið með Reykjavík og nágrenni.
Við fengum líka að sjá mynd af vetrarbrautinni á stórum skjá.


Sólarkerfið okkar samanstendur öllum plánetunum sem eru á braut í kringum sólina okkar, eða 9 plánetur alls.
1. Merkúr er plánetan sem er næst sólinni. Ef þú færir til Merkúr þá myndirðu ekki vera jafnþungur þar og á jörðinni vegna þess að Merkúr er minni en jörðin og hefur minna aðdráttarafl.
2. Venus. Út af því að Venus er svipað stór og jörðin þá er maður næstum jafnþungur þar, en samt aðeins léttari.
3. Jörðin
4. Mars. Maður er mikið léttari þar af því að Mars er minni en jörðin. Ef þú stæðir á Mars  þá sæir þú rauða möl og steina. Þess vegna er hún kölluð rauða plánetan. Þar eru vísbendingar um að þar hafi verið vatn og ís.
5. Júpíter er stærsta plánetan í sólkerfinu. Hún er 1000 sinnum stærri en jörðin. Ef þú ert 32 kg á jörðinni þá eru 84 kg á júpíter vegna þess hvað þetta er stór pláneta með mikið aðdráttarafl.
6. Satúrnus er á margan hátt lík Júpíter en minni. Satúrn er næst stærsta plánetan í sólkerfinu okkar.
7. Úranús: Það myndi taka mörg ár í geimskipi að flytja til Úranús frá jörðinni. Eins og Júpíter og Satúrnus þá er Úranus gasrisi. Úranús snýst um sjálfan sig á hliðinni.
8. Neptúnus var ekki þekkt fyrr en fyrir stuttu, en hún var uppgötvuð 1846. Hún er minnsti gasrisinn í sólkerfinu okkar.
9. Plútó er eina plánetan sem krakki fékk að skíra. Það var 11 ára stelpa sem hét Venetia Burney og átti heima í Oxford á Englandi. Plútó er eiginlega ekki pláneta enda er hún minni en tunglið okkar. Hún er núna flokkuð sem dvergpláneta

Hér er skemmtileg vefsíða fyrir ykkur að skoða, bæ í bili, Birna Líf
Stjörnufræði fyrir krakka

þriðjudagur, október 02, 2012

Leikfimi og heimilisfræði

 Í heimilisfræði þá þurfum við að hjálpa til við að matbúa og útbjuggum meðal annars pizzu alveg frá grunni. Gerðum pizzadeigið sjálf og keyptum svo álegg sem við settum á pizzuna. Hún var svakalega góð á bragðið.
Leikfimitímarnir hér eru aðeins öðruvísi en heima. Við förum í ca. 2 klst á dag og æfum okkur á ,,bodyboards" í öldunum sem er rosagaman.

Sjórinn er ennþá svolítið kaldur þar sem það er bara komið vor og þess vegna þurfum við að vera í blautbúningum. Þeir eru rosagóðir þessir blautbúningar og við getum vonandi fundið einhverjar strendur á Íslandi til að leika okkur á næsta sumar.Risaleðurblökur eða flugandi refir

Sæl öll sömul.

Hér í Ástralíu eru risaleðurblökur/ávaxtaleðurblökur (Megabats). Þegar sólin sest á kvöldinn þá fara leðurblökurnar á stjá.


Okkur finnst alltaf jafn gaman að horfa á þær á kvöldin þar sem þær fluga yfir okkur í hundraðatali í leit að mat. Hér eru nokkar skemmtilegar staðreyndir um risaleðurblökurnar sem við erum búin að kynna okkur.
Eins og þið vitið eflaust eru leðurblökur spenndýr en ekki fuglar. Risaleðurblökur er stærstu leðurblökurnar í heiminum. Þær finnast í Afríku, mið-austurlöndunum Suðaustur Asíu, Ástralíu og mörgum af eyjunum hér í Kyrrahafinu. Þær lifa í stórum nýlendum með allt að 100.000 einstaklingum. Þær eyða öllum deginum í hangandi í trjám á hvolfi og hreyfa sig helst ekki á daginn. Þessar leðurblökur eru stundum kallaðar flugandi refir því að þær líta út eins og refir, samt hanga refir auðvitað ekki á hvolfi. Þessar leðurblökur geta  orðið allt að 22 ára gamlar.Risaleðurblökur eru einnig stundum kallaðar ávaxtaleðurblökur vegna þess að þær borða einungis ávexti og blómasafa. Ofast eru ávextirnir kramdir og safinn frá þeim drukkinn. Tennurnar þeirra hafa þróast til þess að bíta í gegnum harða skurn á mismunandi ávöxtum.

Leðurblökubörnin fá mjólk að drekka hjá mæðrum sínum en geta ekki flogið fyrsta mánuðin og heldur mamman þeirra á þeim hvert sem hún fer. Þær eru því spendýr.

Leðurblökurnar eru heldur ekki blindar eins og við héldum, allar leiðurblökur hafa augu og geta séð ...en kannski bara misvel. En einnig er vel þekkt að minni leðurblökur noti ómbylgjur til að hjálpa sér að rata. Við notum ómbylgjur t.d. til að sjá börn í maganum á mömmu sinni. Risaleðurblökur sjá jafnvel og menn á daginn og betur en menn á nóttunni. Þær geta meira að segja synt með því að nota vængina.

bestu kveðjur

Árni Kristinn og Birna Líf.