fimmtudagur, september 29, 2005


Systkynin saman � ruminu hennar Birnu Lif Posted by Picasa

Vorframkvæmdir


Til að nýta feðraorlofið sem allra best hefur ýmsum framkvæmdum verið hrint í gang, þar á meðal gerð pizzaofns í garðinum. Hilmar og Svanur hafa unnið ötulum höndum að því að búa til ,,earth oven" úr þeim efnivið sem er hendi næst. Vinur Ásdísar frá Þýskalandi er mikill spekingur í gerð slíkra ofna og gaf þeim góð ráð um gerð ofnsins. Svanur fór og ,,fékk" grjót í einu úthverfa Christchurch og var hlaðinn grunnur með því og fylltur að innan með jarðveg. Þar ofan á var sett eitt lag af hellusteinum. Næsta skref í gerð ofnsins er að móta innanmál hans og er það gert með sand sem nálgast var í á einni í nágrenni borgarinnar. Eftir það var mokuð djúp hola í garðinum til að ná leir og hann blandaður með sandinum og hlaðið utan á sandkúluna í tveimur lögum. Þegar þetta verður búið að þorna í nokkra daga er sandinum svo mokað innan úr og þurrkun hraðað með því að kynda smá bál inni í ofninum. Ef allt gengur að óskað verður svo hægt að baka pizzur og brauð í ofninum innan skamms tíma. Þeir hafa haft óskaplega gaman af þessu enda er þetta rétt eins og að drullumalla í leikskólanum og hefur Birna Líf getað gefið þeim góð ráð öðru hvoru.

fimmtudagur, september 22, 2005

Drengurinn er nefndur


Við höfum verið að velta fyrir okkur nafni á drenginn eins og eðlilegt er. Og höfum komist að niðurstöðu. Þar sem hann verður ekki skírður fyrr en um jólin (þegar amma hans og afi koma ásamt Sigurbirni frænda) höfum við ákveðið að opinbera nafn hans...Hann heitir sem sagt Árni Kristinn Hilmarsson. Þessi nöfn eru eins og glöggir lesendur eflaust sjá, nöfn afa hans. Árni er í höfuðið á pabba Hilmars og Kristinn í höfuðið á pabba mínum. Okkur finnst þetta passa alveg ljómandi vel við gutta, sem er auðvitað strax farin að ansa nafninu sínu.

Her er hann i galla fra ommu og afa a Logo Posted by Picasa

mánudagur, september 19, 2005

19. september - snjóstormurinn


hæ hæ
Allt gott að frétta af okkur á botni heimsins. Birna Líf er ljómandi glöð með viðbótina þó hún taki greinilega eftir því að athygli okkar beinist ekki eingöngu að henni. Hún er alltaf að syngja fyrir litla bróðir sinn og klappa honum svona frekar harkalega. En hann lætur það ekkert á sig fá.
Í dag hafði verið spáð miklum snjóstormi og varla talað um annað í fréttunum. Við biðum því með mikilli eftirvæntingu eftir óveðrinu. Í morgun vöknuðum við svo við falleg snjókomu sem féll lóðrétt niður. Snjórinn var frekar blautur og greinar trjánna sligaðar af þunganum, og slabb á götunum. Hilmar fór með Birnu Líf á leikskólann í morgun,uppdressaða í snjógalla þannig að hún gæti leikið úti. En á hádegi var svo hringt af leikskólanum og okkur tilkynnt að honum væri lokað vegna veðurs! Okkur þótti þetta mjög findið. Hilmari var sagt að svona slæmur snjóstormur kæmi ekki nema á 5-10 ára fresti. Eftir hádegi kom svo Ásdís heim þar sem frekari kennsla í háskólanum var felld niður þann daginn. Fyrir vikið gátu Hilmar og Birna Líf farið út í garð að leika sér. Þau bjuggu þessa líka flotta snjókarlana sem sjást á myndinni. Þetta erum við fjölskyldan.

Óveðrið mikla

sunnudagur, september 18, 2005


Birna Lif heldur stolt a litla brodir Posted by Picasa

Daginn fyrir faedingu allt reynt, og virkadi Posted by Picasa

laugardagur, september 17, 2005

17 september - viðbót við fjölskylduna


Í gær ákváðum við að drífa okkur út úr bænum í þeirri von um að það virkaði sem hvatning fyrir bumbubúann að koma í heiminn. Við fylltum því bílinn af dóti og skelltum okkur í sumarbústað til Akaroa sem er í 1.5 klst akstri frá Christchurch. Það var afskaplega fallegt veður og á leiksvæðinu þar var stórt og flott trampólín.....sem Svövu fannst tilvalið að fara að hoppa á.
Það er sennilega e-ð sem hægt er að mæla með þar sem hún vakti mig klukkan 4 um nóttina og þá kominn með hríðir. Við pökkuðum því niður og vöktum svo Ásdísi og Svan og bárum aumingja Birnu Líf út í bíl klukkan 6 að nóttu. Klukkan hálftíu var kominn mikill kraftur í hríðirnar og við hringdum í ljósmóðurina okkar og mæltum okkar mót við hana á spítalanum klukkan 10. Klukkan 11:02 eignuðumst við svo myndarlegan pilt, 52 cm og 3810 grömm. Allt gekk vel og við fórum svo heim um tvöleytið eftir hádegi.

föstudagur, september 09, 2005

39 vikur enn er allt rólegt


Hæ hæ
Enn lætur bumbubúinn bíða eftir sér þrátt fyrir að allt sé tilbúið fyrir komu hans. Birna Líf fór með pabba sínum að kaupa lítinn bangsa handa bumbubúanum sem Birna Líf ætlar að fara með á spítalann til að gefa honum. Mér finnst vera orðið tímabært að fara að drífa þetta af og hef verið að fara í langa göngutúra daglega undanfarið til að reyna að hvetja hann til dáða. Annars er allt gott að frétta af okkur, Birna Líf er afskaplega glöð og kát þessa dagana og orðinn ,,verulega” spennt að verða stóra systir. En sem fyrr þá vill hún alls ekki bróðir.....bara litla barn eða systur!
Það er farið að vora hérna og blóm springa út á öllum trjám og hitastigið á góðri uppleið. Hilmar og Birna Líf eru farin að taka til hendinni í garðinum og rökuðu saman öllum laufunum og svo plöntuðu þau kartöflum í matjurtagarðinum okkar. Birna Líf segir að hún hafi sett kartöflurnar niður svo þeim væri ekki stolið og að um jólin munum við grafa upp ,,kartöflufjársjóð”