fimmtudagur, október 27, 2005
Veðrið hefur leikið við okkur undanfarna daga. Sól og hiti í kringum 20 gráður upp á hvern dag. Við höfum verið dugleg að fara á ströndina og hafa það gott síðustu dagana sem Hilmar er í feðraorlof. Árni Kristinn vex og dafnar og er nú orðin 4,4 kg samkæmt síðustu mælingum. Birna Lif er mjög dugleg að passa hann og ekki annað að sjá en Árni Kristinn sé mjög hrifin af stóru systur sinni.
þriðjudagur, október 11, 2005
Lifið og tilveran
jæja nú eru rúmar 3 vikur liðnar síðan Árni Kristinn kom í heiminn. Hilmar á 3 vikur eftir í fæðingarorlofi og nýtur hverrar mínútu með drengnum sínum. Um síðustu helgi fórum við í klifurhúsið Roxx með Birnu Líf og Árna Kristinn. Það var rosalega gaman að glíma við vegginn. Birna Lif var mjög dugleg og klifraði svolítið sjálf, en Árni Kristinn svaf í gegnum þetta allt saman.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)