föstudagur, ágúst 19, 2016

Bless í bili Ísland

Þá er orðið tímabært að endurvekja bloggsíðuna, það er orðinn venja ef við yfirgefum klakann í meira en nokkrar vikur í senn að við endurræsum bloggið :)

Nú erum við á Keflavíkurflugvelli að bíða eftir fluginu okkar til Kaupmannahafnar sem hefur seinkað lítillega. Það hefur verið í nógu að snúast sl. daga að gera allt klárt fyrir flutninginn til baka til Lyttelton. Við hefjum ferðina á nokkurra daga fríi í kóngsins köben, förum þaðan til Thailands þar sem við ætlum að vera til loka ágúst. Eftir það förum við til Ástralíu og verðum þar í vorinu í september og gerum ráð fyrir að koma loks heim til Lyttelton í byrjun Október.

Hilmar hefur fengið 12 mánaða leyfi frá störfum á Lsh og mun mest vera að vinna fyrir Kerecis þann tíma en taka vinnuferðir á bráðamóttökur bæði í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Svava ætlar að vera að vinna fyrir Kerecis og krakkarnir fara í skóla eftir að við komum til Lyttelton en verða í ,,heimaskóla hjá Svövu og Rúnu í september, en Rúna ætlar að koma og hitta okkur í Ástralíu og svo vera með okkur á Nýja Sjálandi næsta árið.

Birna Líf mun fara í skóla sem heitir St. Margarets College og hlakkar mikið til að byrja.
Árni Kristinn og Sólný munu fara í Lyttelton Primary School sem er bara neðar í götunni okkar í Lyttelton. 

Við munum reyna að setja inn svolítið af bloggfærslum þennan tíma ef ske kynni að einhver vildi fylgjast með okkur á jafngamalsdags máta og bloggi :)

fimmtudagur, október 11, 2012

Störnufræði - Birna LífÍ gærkvöldi fórum við í heimsókn í stjörnuathugunarstöðinni hér í Port Macquarie að skoða stjörnurnar úr stjörnukíkinum. Það var dálítið skýjað svo því miður gátum við ekki kíkt í kíkinn en við fengum að halda á loftstein sem  hafði verið sagaður í tvennt. Loftsteinninn kom utan úr geimnum og lenti hér í Ástralíu. Hann var mjög þungur miðað við stærð enda bara úr járni og nikkel.
Stjörnufræðingur sagði okkar líka frá lofsteini sem lenti í Síberíu 1908, hann sprakk um 5-10 km fyrir ofan jörðina og varð svo mikil höggbylgja að skógurinn féll, 80 milljón tré á 2150 ferkílómetra svæði og þetta fannst alla leið til Englands. Þetta er jafnmikið svæði og allt Reykjanesið með Reykjavík og nágrenni.
Við fengum líka að sjá mynd af vetrarbrautinni á stórum skjá.


Sólarkerfið okkar samanstendur öllum plánetunum sem eru á braut í kringum sólina okkar, eða 9 plánetur alls.
1. Merkúr er plánetan sem er næst sólinni. Ef þú færir til Merkúr þá myndirðu ekki vera jafnþungur þar og á jörðinni vegna þess að Merkúr er minni en jörðin og hefur minna aðdráttarafl.
2. Venus. Út af því að Venus er svipað stór og jörðin þá er maður næstum jafnþungur þar, en samt aðeins léttari.
3. Jörðin
4. Mars. Maður er mikið léttari þar af því að Mars er minni en jörðin. Ef þú stæðir á Mars  þá sæir þú rauða möl og steina. Þess vegna er hún kölluð rauða plánetan. Þar eru vísbendingar um að þar hafi verið vatn og ís.
5. Júpíter er stærsta plánetan í sólkerfinu. Hún er 1000 sinnum stærri en jörðin. Ef þú ert 32 kg á jörðinni þá eru 84 kg á júpíter vegna þess hvað þetta er stór pláneta með mikið aðdráttarafl.
6. Satúrnus er á margan hátt lík Júpíter en minni. Satúrn er næst stærsta plánetan í sólkerfinu okkar.
7. Úranús: Það myndi taka mörg ár í geimskipi að flytja til Úranús frá jörðinni. Eins og Júpíter og Satúrnus þá er Úranus gasrisi. Úranús snýst um sjálfan sig á hliðinni.
8. Neptúnus var ekki þekkt fyrr en fyrir stuttu, en hún var uppgötvuð 1846. Hún er minnsti gasrisinn í sólkerfinu okkar.
9. Plútó er eina plánetan sem krakki fékk að skíra. Það var 11 ára stelpa sem hét Venetia Burney og átti heima í Oxford á Englandi. Plútó er eiginlega ekki pláneta enda er hún minni en tunglið okkar. Hún er núna flokkuð sem dvergpláneta

Hér er skemmtileg vefsíða fyrir ykkur að skoða, bæ í bili, Birna Líf
Stjörnufræði fyrir krakka

þriðjudagur, október 02, 2012

Leikfimi og heimilisfræði

 Í heimilisfræði þá þurfum við að hjálpa til við að matbúa og útbjuggum meðal annars pizzu alveg frá grunni. Gerðum pizzadeigið sjálf og keyptum svo álegg sem við settum á pizzuna. Hún var svakalega góð á bragðið.
Leikfimitímarnir hér eru aðeins öðruvísi en heima. Við förum í ca. 2 klst á dag og æfum okkur á ,,bodyboards" í öldunum sem er rosagaman.

Sjórinn er ennþá svolítið kaldur þar sem það er bara komið vor og þess vegna þurfum við að vera í blautbúningum. Þeir eru rosagóðir þessir blautbúningar og við getum vonandi fundið einhverjar strendur á Íslandi til að leika okkur á næsta sumar.Risaleðurblökur eða flugandi refir

Sæl öll sömul.

Hér í Ástralíu eru risaleðurblökur/ávaxtaleðurblökur (Megabats). Þegar sólin sest á kvöldinn þá fara leðurblökurnar á stjá.


Okkur finnst alltaf jafn gaman að horfa á þær á kvöldin þar sem þær fluga yfir okkur í hundraðatali í leit að mat. Hér eru nokkar skemmtilegar staðreyndir um risaleðurblökurnar sem við erum búin að kynna okkur.
Eins og þið vitið eflaust eru leðurblökur spenndýr en ekki fuglar. Risaleðurblökur er stærstu leðurblökurnar í heiminum. Þær finnast í Afríku, mið-austurlöndunum Suðaustur Asíu, Ástralíu og mörgum af eyjunum hér í Kyrrahafinu. Þær lifa í stórum nýlendum með allt að 100.000 einstaklingum. Þær eyða öllum deginum í hangandi í trjám á hvolfi og hreyfa sig helst ekki á daginn. Þessar leðurblökur eru stundum kallaðar flugandi refir því að þær líta út eins og refir, samt hanga refir auðvitað ekki á hvolfi. Þessar leðurblökur geta  orðið allt að 22 ára gamlar.Risaleðurblökur eru einnig stundum kallaðar ávaxtaleðurblökur vegna þess að þær borða einungis ávexti og blómasafa. Ofast eru ávextirnir kramdir og safinn frá þeim drukkinn. Tennurnar þeirra hafa þróast til þess að bíta í gegnum harða skurn á mismunandi ávöxtum.

Leðurblökubörnin fá mjólk að drekka hjá mæðrum sínum en geta ekki flogið fyrsta mánuðin og heldur mamman þeirra á þeim hvert sem hún fer. Þær eru því spendýr.

Leðurblökurnar eru heldur ekki blindar eins og við héldum, allar leiðurblökur hafa augu og geta séð ...en kannski bara misvel. En einnig er vel þekkt að minni leðurblökur noti ómbylgjur til að hjálpa sér að rata. Við notum ómbylgjur t.d. til að sjá börn í maganum á mömmu sinni. Risaleðurblökur sjá jafnvel og menn á daginn og betur en menn á nóttunni. Þær geta meira að segja synt með því að nota vængina.

bestu kveðjur

Árni Kristinn og Birna Líf.föstudagur, september 21, 2012

Halló 2.HMHæ, nú er ég kominn til Ástralíu. Áður en við fórum til Ástralíu vorum við í 5 daga í Auckland á Nýja Sjálandi. Það var mjög skemmtilegt á Nýja Sjálandi. Ég hélt upp á afmælið mitt á Nýja Sjálandi með vini mínum Hugo, en við erum búnir að vera vinir frá því að við vorum eins árs á leikskóla. Ég fékk 3 afmæliskökur, fyrsta kakan var pönnukökukökukaka, hvað eru mörg K í því....(0). Svo fórum við á ströndina og þar fengum við aðra köku en hún var með hnetum, súkkulaði og smarties. Það var svo mikill vindur að það var erfitt að kveikja á kertinu. Það voru menn á flugdrekabrettum að leika sér í sjónum (kite surfing) og það var líka súlunýlenda þar sem við skoðuðum, mörg þúsund súlur. Um kvöldið fórum við út að borða á indverskum veitingastað og svo súkkulaðiköku á eftir. Ég gleymdi að segja ykkur að við lékum okkur með flugdreka á ströndinni og fórum í drullukast. Bæ í bili Árni Kristinn.

Halló 5HH

Í dag er ég í Port Macquarie sem er í Ástralíu, sjáið á kortinu:

Kort Ísland til Port MacquarieÉg vaknaði klukkan 6 í morgun, ennþá smátímavillt enda var klukkan þá 8 í gærkveldi á Íslandi. Við leigðum íbúð á efstu hæð með útsýni yfir ströndina þar sem við lékum okkur í gær í sjónum. Það eru mörg hættuleg dýr í sjónum í kringum í Ástralíu og giskið þið hvað það hættulegasta er. Ég hélt það væri ,,the great white shark" en komst að því að það er marglytta sem heitir the box jellyfish og er stundum kallaður sjávar vespa eða geitungur. Það er margt sérstakt við þessa marglyttu, t.d. hefur hún 24 augu og er eina marglyttan sem hefur eitthvað sem gæti kallast heili og getur lært og munað að einhverju leyti. Bless í bili, segi ykkur meira um eitruð dýr fljótlega...og kannski eitthvað annað.

fimmtudagur, september 20, 2012

Ferðalag ,,down under"

Jæja, þá erum við kominn aftur af stað og ætlum að fara til Nýja Sjálands í tæpa viku og vera hjá vinum okkar Craig, Annie, Hugo og Tom áður en við höldum áfram til Port Macquarie í Ástralíu. Þar verðum við út október og höldum þá á ,,heimaslóðir" til Christchurch og verðum þar fram í miðjan nóvember. Þar sem krakkarnir, Birna Líf og Árni Kristinn, verða ekki í grunnskólanum í 2 mánuði þá verður Svava með þau í heimaskóla í samvinnu við kennarana þeirra í Hörðuvallaskóla. Sem hluti af kennslunni fyrir Íslensku, fá þau það hlutverk að skrifa vikulega pistla hér á bloggið og svo setjum við Svava eitthvað inn líka þegar þannig liggur á okkur.
Við lögðum af stað eldsnemma morguns miðvikudaginn 12 sept frá Íslandi og flugum í gegnum Frankfurt og svo áfram með Singapore Air til Singapore og þaðan til Auckland. Ferðalagið tók um 40 klst og gekk mjög vel, en það var þreytt fjölskylda sem kom í gegnum tollinn í Auckland og við vorum afskaplega feginn að vera kominn á leiðarenda.
Dagarnir fyrir ferðina voru annasamir og var til dæmis haldið upp á afmælið hans Árna Kristins í Ævintýragarðinum sem var rosalega gaman. Sólný Inga kláraði svo sinn síðasta dag hjá dagmömmunni þar sem hún fer á leikskóla þegar við komum til baka til Íslands í nóvember. Set inn nokkrar myndir fljótlega.

þriðjudagur, desember 28, 2010

Amma og Afi koma
Krakkarnir eru búnir að telja niður dagana þar til Amma og Afi koma í heimsókn frá því þeir voru 60. Árni Kristinn er líka harðákveðinn í að um leið og amma og afi koma, þá séu ekki nema 2 dagar til jóla. Það var því mikil eftirvænting þegar við fórum út á flugvöll að ná í þau. Krakkarnir fengu frí í skólanum og svo lögðum við í hann. Við fundum út að fluginu hafði seinkað um nokkrar mínútur og fórum því upp á þak að sjá þegar flugvélin kæmi inn til lendingar. Svo sáum við að ein vélin fór að réttu hliði eftir lendingu og hlupum niður til að taka á móti þeim og urðu þá miklir fagnaðarfundir. Við keyrðum svo til Lyttelton þar sem Svava og Sólný Inga biðu og Amma og afi fengu að sjá nýjasta barnabarnið. Flugið gekk mjög vel hjá þeim og það var ekkert mál fyrir þau að halda sér vakandi fram til 9 um kvöldið. Þau vöknuðu náttúrulega snemma næsta morgun þegar Birna Líf og Árni Kristinn smeygðu sér upp í til þeirra í fyrsta af mörgum skiptum næstu vikurnar.

Fyrstu dagarnir
Fyrsta vikan heima með Sólnýju Ingu gekk nokkuð vel, hún er dugleg að drekka og verður fljót að losna við þessa smá nýburagulu sem hún er með. Krakkarnir eru þvílíkt montnir af litlu systur sinni og vilja taka hana með í skólann fyrir ,,news''. Svefninn hefur verið allt í lagi, hún vaknar á 2-3 tíma fresti til að drekka á nóttunni. Henni finnst gott að fara í bað en er ekki eins ánægð að koma úr baðinu, enn betra virðist henni þó finnast að fara í sturtu með manni. Eitt einstakt við Sólnýju er að hún hefur frá degi eitt virst vera að syngja, þegar hún andar frá sér, þá kemur sönglandi hljóð. Ósköp sætt. Fólk hefur sagt að hún líkist mér, Hilmari, en það var eins með hin börnin og hefur svo lagast.
Birna Líf er ósköp móðurleg við hana og vill allt fyrir hana gera, hún er dugleg að syngja fyrir hana og hefur komist að því að Edelweiss lagið er uppáhaldið hennar.
Árni Kristinn vill alltaf hjálpa við bleyjuskiptin, enda búin að æfa sig á dúkku, og finnst það ekkert mál. Okkur hefur nú tekist að einskorða það við pissubleyjur en hann vill ólmur skipta á öllum bleyjum!

laugardagur, nóvember 27, 2010

Lítil Stelpa fædd
Klukkan 14:23 þann 27. nóvember 2010 fæddist lítil stelpa. Hún vóg 3765 grömm og var 51 cm að lengd. Fæðingin gekk áfallalaust og hún kom heim 3 tíma gömul. Þær eru báðar hetjur hún og Svava. Krakkarnir voru í pössun hjá Maríu en eru mjög spennt að fá að hitta hana.
Í morgun þegar við vöktum krakkana til að láta þau vita að við værum að fara á spítalann þá var mjög gaman að fylgjast með þeim. Birna Líf var með augun rétt hálfopin en þegar hún heyrði fréttirnar þá hélt ég að að augnlokin myndu rifna af og hún skaust fram úr rúminu alveg að farast úr spenningi. Ég tók svo Árna Kristinn fram úr rúminu og hann byrjaði að segja.....push, push, push lágt í byrjun og svo hærra og hærra og á endanum öskraði hann push og svo baby is here, alveg eins og í bók sem hann hefur lesið.
Eftir að stelpan fæddist svo hringdi ég í Maríu og fékk að tala við Birnu Líf sem var yfir sig spennt en var ekki hissa á því að þetta væri stelpa, enda hafi hana dreymt það fyrir. Árni Kristinn sagðist alveg vita að það væri fædd stelpa en hann hefði nóg að gera og hvort ég gæti ekki hætt að trufla hann.
En þetta var yndislegur dagur og litla stúlkan, Sólný Inga, stendur sig eins og hetja og við erum himinlifandi að vera kominn heim með litlu prinsessuna.