sunnudagur, júlí 06, 2008

Vetrarfrí



Við eigum núna vikufrí og skelltum okkur því í ferð niður til Wanaka á skíði í nokkra daga og ætlum svo að fara heim upp vesturströndina aftur. Við pökkuðum því öllu niður og lögðum í hann á laugardegi. Hér hefur hins vegar verið hið versta vetrarveður og því var Lindis skarð lokað og við urðum að gista í eina nótt í Oamarama þaðan sem myndirnar af krökkunum eru teknar. Við keyptum því keðjur á bílinn og lögðumst á bæn að skarðið yrði nú opnað næsta dag sem það og var. Við ókum svo eins og allir hinir kiwiarnir með keðjurnar áleiðis að skarðinu....það var smáföl á veginum og við biðum eftir að það færi að þæfast svolítið meira færðin....en við vorum byrjuð að fara niður aftur og vegurinn orðinn snjólaus þannig á endanum áttuðum við okkur á því að við værum komin í gegnum ófærðina og tókum keðjurnar aftur af.
Þegar krakkarnir voru að fara í rúmið í kvöld voru þau svolítið óróleg og við heyrðum allt í einu smágarg í Birnu Líf. Ég fór inn að athuga hvað væri í gangi og allt í einu tók Birna Líf eftir mér og snarbrá í rúminu, enda hafði hún verið undir koddanum. Árni Kristinn var líka úti á miðju gólfi með skíðagleraugun sem við vorum að kaupa á þau í dag. Birna Líf hafði sem sagt verið fulviss um að það væri tröll fyrir utan (enda erum við uppi í fjöllunum) og var því hrædd við myrkrið og Árni Kristinn var að reyna að hugga hana með því að setja á hana skíðagleraugun! Þannig að þegar ég skildi við þau í rúmunum sínum voru þau bæði hæstánægð að fara að sofa með skíðagleraugun sín sér.