miðvikudagur, apríl 02, 2008

Klifur-fjölskylda


Til þess að brjóta upp þessar venjulegu fjölskylduferðir um helgar á ströndina ákváðum við að gera eitthvað öðruvísi með krökkunum einn laugardaginn og skelltum okkur í klifur hús hér í Christchurch. Þar er stærðarinnar salur þar sem krakkar og fullorðir-krakkar geta komið og smellt ser í talíu sem gerir fólki kleift að klifra án aðstoðar. Krökkunum þótti þetta alveg rosalega gaman og Sibbi gerðist svo djafur að stökva ofan af stólpa í hengirólu sem hékk í miðjum salnum. Látum myndirnar fylgja með af Sibba kalda við tækifæri.

Afmælisbarnið


þriðjudagur, apríl 01, 2008

Afmæli Sigurbjörns

Sigurbjörn átti afmæli þann 19 mars og var vakin með söng og súkkulaði afmæisköku . Annars var búið að ákvaða að við fullorðnafólkið færum saman út að borða á volcanos og skella þannig saman afmælis-út-að-borða fyir hann og Hilmar , sem á afmæli þann 30 mars. Sibbi fékk blaut-búning frá okkur þannig að hann getur núna surf-að og synt um á ströndinn án þess að verða of kalt. Svo stendur til að við skellum okkur í kæjak í vetrar-fríinu okkar. Við erum bara farin að hlakka til að komast aftur á ánna sem við höfum ekki farið á síðan í Cost-cost keppni.