fimmtudagur, maí 24, 2007

Ísinn frá Fertram




Fertram kom í heimsókn til okkar um daginn og eins og vanalega kom hann með einhvert góðgæti handa okkur og í þetta sinn fengum við og krakkarnir ís. Krakkarnir borðuð ísinn með bestu list ...en hvert með sinni aðferð eins og sést á myndunum

Gott haust





Það hefur verið afskaplega gott veður undanfarna daga og krakkarnir mikið notið þess að leika sér úti í garði og út á palli . Hér eru nokkrar myndir.

Fyrsti skóladagurinn




Í morgun var stór dagur í lífi Birnu Lífar. Hún fór í fyrsta skiptið í skólann. Birna Líf hefur beðið óþregjufull í tæpt ár eftir þessum degi og því mikill spenningur í morgun þegar hún fékk að fara í skólabúninginn og nota nýju skólatöskuna og nestisboxið sitt. Þettar var líka mjög áhugaverður dagur fyrir okkur Hilmar þar sem við fengum að vera með henni í morgun. Það sem ég tók einna helst eftir var hve mikill agi var á krökkunum í skólastofunni. Þetta eru 18 krakkar á aldrinum 5-7 ára þannig að þau eru mislangt komin í sínu námi. Það virtist ekki hvarla að þeim að hreyfa legg nél lið hvað þá að kalla fram í fyrir kennaranum (en ég minnist þess að kennarinn minn átti oft í miklum kappræðum við nemendurnar til þess eins að komast að). Annað sem kom á óvart var þessi aldursmunur milli krakkanna og eitthvað sem ég hef ekki kynnst áður. Þetta virðist ganga ágætlega því stóru krakkarnir passa upp á þau sem minni eru og yngri krakkarnir læra af eldri krökkunum. Birna Líf stóð sig rosalega vel fannst okkur Hilmari og eignaðist strax vinkonu sem heitir Elísabet. Þær eru á svipuðum aldri og Elísabet tók vel á móti Birnu Líf og leiddi hana út um alla skólalóð og ekki leið á löngu þar til þær voru orðnar bestu vinkonur. Birna Líf er strax farin að hlakka til að fara aftur í skólann. Hún sagði mér þó líka að hún ætti eftir að sakna krakkanna á leikskólanum og ætlaði að hafa stóra veislu fyrir þau þegar hún hætti þar....

sunnudagur, maí 06, 2007

Haustverk


Ákvað að láta fylgja með þessu fínu mynd af eldiviðarhlassinu sem á að halda hita á okkur í vetur. Bestu kveðjur frá okkur á Nýja Sjálandi.

Góðir gestir




Við erum búin að vera með góða gesti þessa helgina. Kelvin og Wendy komu frá Auckland til að fara í brúðkaup hjá vinafólki sínu og ákváðu svo að eyða helginni hér hjá okkur Svövu. Við kynntumst Kelvin í ferðinni okkar og gegnum Afríku og hann er sennilega ástæðan fyrir því að við enduðum hérna á Nýja Sjálandi þar sem við lofuðum honum að við myndum heimsækja hann hingað til Nýja Sjálands.....hann bjóst þó ekki við að sitja uppi með okkur í mörg ár í þessari heimsókn. Hann lét sig líka hafa það að koma alla leið til Íslands í brúðkaupið okkar Svövu og gátum við endurgoldið honum þá heimsókn fyrir rúmu ári þegar hann og Wendy giftu sig. Þau eiga nú von á sínu fyrsta barni í ágúst n.k. og eru eiginlega í starfsþjálfun þessa helgi. Birna Líf og Árni Kristinn hafa tekið þeim með kostum og kynjum enda ekki hverja helgi sem þau fá jafnmikla athygli. Þau hafa verið dugleg að nýta sér það og Kelvin og Wendy hafa þurft að leika alla mögulega og ómögulega leiki með þeim! Við erum búin að hafa það mjög gott með þeim um helgina, eldað góðan mat og drukkið góð vín með. Farið á markaðinn, leikvöllinn, sund, fjallahlaup.....og svo vill Kelvin endilega fara í skvass seinna í dag þar sem hann veit að hann getur malað mig í því......ætli ég láti mig ekki hafa það.

Styttist í Maraþonið




Jæja, nú er farið að styttast allverulega í maraþonhlaupið en það verður 3. júní n.k. æfingarnar hafa verið að smáþyngjast og náði hámarki í líðandi viku með rúmlega 7 klst hlaupaæfingum. Hvorki ég né Svava höfum nokkru sinni hlaupið svona mikið og er liðirnir ekki alveg sáttir við öll þessi hlaup. Ég fékk í ökklann fyrir 3 vikum síðan en það er að jafna sig og versnaði ekki neitt þrátt fyrir 3 klst hlaup síðasta sunnudag. Svava er með bólgið hné hins vegar sem virðist taka sig upp við styttri hlaup og hún er því lítið búin að hlaupa síðustu rúmar 2 vikur og hefur skipt yfir í að synda og hnéið er nokkuð sátt við það. Það er því ekki ljóst hvort Svava geti hlaupið fullt maraþon 3ja júní en það er annað maraþon í boði í september niður í Dunedin sem hún gæti þá tekið þátt í í staðinn. Annars verður gaman þegar maraþonunum lýkur og við getum tekið til við að kajaka og fjallahjólast svolítið meira. Læt fylgja með myndir af fjallahlaupinu okkar Kelvins í gær í kringum Lyttelton, frábært sólskinsveður og útsýnið eftir því.