




Til þess að brjóta upp þessar venjulegu fjölskylduferðir um helgar á ströndina ákváðum við að gera eitthvað öðruvísi með krökkunum einn laugardaginn og skelltum okkur í klifur hús hér í Christchurch. Þar er stærðarinnar salur þar sem krakkar og fullorðir-krakkar geta komið og smellt ser í talíu sem gerir fólki kleift að klifra án aðstoðar. Krökkunum þótti þetta alveg rosalega gaman og Sibbi gerðist svo djafur að stökva ofan af stólpa í hengirólu sem hékk í miðjum salnum. Látum myndirnar fylgja með af Sibba kalda við tækifæri.