mánudagur, júní 27, 2005

Rugby

Áhugi Ný-Sjálendinga á Rugby jaðrar við geðveiki. Hver einasti maður, kona og barn þekkir leikmenn All Blacks (Landslið NZ í Rugby) rétt eins og um nána fjölskylduvini væri um að ræða. Það hefur því verið stór merkilegt að fylgjast með landsmönnum undanfarnar vikur, því hingað er komið Rugby-liðið Lions.

Lions er lið sem saman stendur af Englendingum, Skotum, Írum og Wales-búum. Lions koma einungis saman á 4 ára fresti og fara þá í tveggja mánaða ferð um eitt af aðalRugby löndum heimsins. Það eru samkvæmt áreiðanlegum heimildum eftirfarandi lönd Nýja Sjáland, Ástralía eða Suður Afríka. En Ljónin eru ekki ein á ferð því með þeim ferðast 20 -40 þúsund Breskir og írskir stuðningsmenn og kallast sig Barmy Army. Lions keppa við hin ýmsu félagslið fyrsta mánuðinn en seinni mánuðinn eru þrír leikir við landsliðið. NýSjálendingar taka þessar innrás Ljónanna mjög alvarlega. Viðast hvar í borginni má sjá auglýsinga veggspjöld þar sem má sjá myndir af ljónum að glíma við leikmenn All Black. Bæir og borgir eru skreyttar með svörtum blöðrum og Birna Líf átti meira að segja að taka þátt í ,, Black out day " á leikskólanum en hann er ekki eins og maður hefði haldið í fyrstu (og líklega það fyrsta alvöru íslendingum dettur í hug:), heldur áttu krakkarnir að mæta í svörtum fötum í leikskólann.

En við hjónin keyrðum eins og áður kom fram, til borgar sunnan við Christchurch sem heitir Dunedin en þar tóku heimamenn á móti Ljónunum. Þetta er 350 km keyrsla og á leiðinni var farið í gegnum ótal bæi og var hver einn og einasti skreyttur með bláum blöðrum til heiðurs liði Dunedin og rauðum blöðrum til heiðurs Ljónunum. Við gistum í borg sem heitir Oamaru, rétt fyrir utan Dunedin og keyrðum svo þangað daginn eftir. Í stuttu máli þá var borgin undirlögð af Barmy army sem allir voru vel glaðir strax um hádegi. Enda búnir að vera á pöbbunum frá því snemma morguns. Á torginu var búið að setja upp stórann skjá þannig að hægt var að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu frá torginu. Dagurinn leið afskaplega hratt, veðrið var gott sól og 14 stiga hiti. Um hálf sjö fórum við að fikra okkur að leikvanginum og vorum heppin að fá stæði. Það sem var áberandi var hve glaðir og rólegir allir voru. Á leikvanginum var hægt að kaupa bjór í kippum, en enginn var ofurölvi eða með vesen. Leikurinn var mjög skemmtilegur og þó svo að við kynnum ekki reglurnar var nokkuð öruggt að mörkin fóru ekki fram hjá okkur. Í hvert skipti sem skorað var brutust út feikileg fargnaðarlæti hjá stuðningsmönnum liðanna. Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi og fór að lokum 19 : 30 fyrir Ljónunum. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort þetta sé ekki tilvalin íþrótt fyrir okkur íslendinga að stunda. Í þessari íþrótt er lítið um hamlandi reglur. Ruddaskapur víkinganna fengi að njóta sín að fullu, því að í þessari íþrótt er fátt sem ekki má.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

[url=http://altmedschool.com/]alternative medicine online degree[/url]
[url=http://altmededu.com/]alternative medicine institute India[/url]
[url=http://altmedschool.com/]alternative medicine practitioner[/url]
[url=http://www.altmededu.com/]alternative medicine colleges[/url]

Nafnlaus sagði...

[url=http://altmededu.com/]complementary and alternative medicine degree[/url]
[url=http://altmededu.com/]school of alternative medicine[/url]
[url=http://www.altmededu.com/]alternative medicine degree programs[/url]
[url=http://altmedschool.com/]national institute of alternative medicine[/url]

Nafnlaus sagði...

http://markonzo.edu http://www.netknowledgenow.com/members/prozac-side-effects.aspx http://aviary.com/artists/Zanaflex http://ciprofloxacin.indieword.com/ http://www.fiql.com/blogs/Nifedipine prime http://www.hugthecloud.com/profiles/blogs/aldactone-for-acne

Nafnlaus sagði...

you have a wonderful site!