mánudagur, september 19, 2005

19. september - snjóstormurinn


hæ hæ
Allt gott að frétta af okkur á botni heimsins. Birna Líf er ljómandi glöð með viðbótina þó hún taki greinilega eftir því að athygli okkar beinist ekki eingöngu að henni. Hún er alltaf að syngja fyrir litla bróðir sinn og klappa honum svona frekar harkalega. En hann lætur það ekkert á sig fá.
Í dag hafði verið spáð miklum snjóstormi og varla talað um annað í fréttunum. Við biðum því með mikilli eftirvæntingu eftir óveðrinu. Í morgun vöknuðum við svo við falleg snjókomu sem féll lóðrétt niður. Snjórinn var frekar blautur og greinar trjánna sligaðar af þunganum, og slabb á götunum. Hilmar fór með Birnu Líf á leikskólann í morgun,uppdressaða í snjógalla þannig að hún gæti leikið úti. En á hádegi var svo hringt af leikskólanum og okkur tilkynnt að honum væri lokað vegna veðurs! Okkur þótti þetta mjög findið. Hilmari var sagt að svona slæmur snjóstormur kæmi ekki nema á 5-10 ára fresti. Eftir hádegi kom svo Ásdís heim þar sem frekari kennsla í háskólanum var felld niður þann daginn. Fyrir vikið gátu Hilmar og Birna Líf farið út í garð að leika sér. Þau bjuggu þessa líka flotta snjókarlana sem sjást á myndinni. Þetta erum við fjölskyldan.

8 ummæli:

Kristveig sagði...

Til hamingju med prinsinn!!! ;) Hann er nátturulega stórmyndarlegur og á ekki langt að sækja það!

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með litla kútinn!
kveðja
Arndís (Ásdísar vínkona)

Unknown sagði...

Til hamingju með afraksturinn :-D

Sigurjón Sveinsson sagði...

Sæl verið þið Svava og Hilmar. Til lukku með viðbótina. Þetta er afskaplega myndarlegur ungur maður. Og gott að vita af blogginu ykkar, nú getur maður fylgst með lífinu "down under".
Kveðja, Sigurjón Sveinsson.

Unknown sagði...

p.s. Sigurgeir Sigurjón Hilmarsson er mjög flott nafn.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með kútinn...myndarlegur strákur :)

kveðja
Guðrún Davíðs

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ kæra fjölskylda!
til hamingju með litla prinnsinn..gaman að skoða heimasíðuna ykkar. kveðja Rakel, Siggi,Sindri Páll og Sölvi Steinn

Svava Kristinsdóttir sagði...

Takk fyrir, það er alltaf gaman að lesa skilaboðin frá vinum og ættingjum. Og vita að fylgst er með okkur hinu megin á hnettinum.