miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Á ferðalagi


Nú erum við mamma og Ester búin að vera á ferðalagi sl. 2 daga. Þau skelltu sér til Kaikoura sem er um 200 km norður af Christchurch. Það virtist allt ætla að vera fullbókað þegar við komum þangað en á endanum fannst gistiheimili þar sem hafði orðið afbókun á síðustu stundu. Terry, náunginn sem rekur gistiheimilið rak upp stór augu þegar honum var sagt að við værum frá Íslandi og hélt fyrst að við værum að ljúga þessu. Hann sagðist aðeins einu sinni áður hafa hitt Íslendinga og þær væru einmitt staddir á gistiheimilun á þeirri stundu!
Við heilsuðum að sjálfsögðu upp á þau Simma, Sibbu og Lindu og röktum okkur til baka til fólks sem við þekktum sameiginlega eins og allir Íslendingar virðast auðveldlega gert. Þau hafa búið í Sidney sl. 16 ár og ætla að kíkja í Kaffi til Esterar og mömmu þegar þau koma í heimsókn upp á klakann seinna á árinu.
Mamma og Ester voru svo miskunnarlaust eknar góða vegalengd frá gistiheimilinu og gert að ganga til baka svo ég fengi frið til að læra fyrir prófin í apríl n.k. Þær fóru og skoðuðu selalátur (New Zealand fur seals), týndu steina og skeljar í fjörunni og nutu dásamlegs útsýnis og veðurs í sumrinu hér á Nýja Sjálandi. Í dag ókum við svo til baka til Christchurch, með viðkomu í víngerð og Hamner Springs (bláa lónið þeirra) og held ég að þær hafi verið hæstánægðar með ferðina.

Engin ummæli: