laugardagur, nóvember 18, 2006

Leikskóli og labb


Jæja, þá er Árni Kristinn byrjaður á leikskóla. Hann er á sama leikskóla og systir sín og þau virðast bæði vera ákaflega ánægð þar. Sama dag og Árni Kristinn byrjaði á leikskólanum ákvað hann líka að byrja að ganga og það með stæl þannig að núna á fimmta degi vill hann helst hlaupa....og á það því til að skella beint fram fyrir sig í ærslaganginum. Birna Líf vill líka hjálpa mikið til þegar hann er að labba (enda telur hún að heiðurinn sé fyrst og fremst hennar) með tilheyrandi áhrifum á jafnvægið hjá honum. Hann hefur sennilega ákveðið að fyrst hin smábörnin geta gengið þá geti hann það sko líka.

Halta hænan okkar er öll að koma til. Hún er laus við spelkuna og farin að dóla sér niður alla þrjá pallana fyrir ofan hús niður til okkar til að minna okkur á að það eigi nú að fóðra þær reglulega. Emma, Hera og Hirtirnir þeirra komu í kaffi til okkar í síðustu viku og vildu þá endilega fá að sjá þessa frægu hænu og að þeirra viti þá fannst þeim göngulag hennar minna sig á ,,hermannagang" með fótinn svolítið stífan fram og beint út í loftið.......hún fór þó ekki í pottinn.

Æfingarnar ganga vel hjá okkur og er keppnin næstu helgi. Svava gaf mér kajakinn sem er á einni af myndunum fyrir neðan sem fyrirfram afmælisgjöf (ekki nema 5 mánuði fyrir tímann) og reyni ég að vera duglegur að róa á honum. Birna Líf er mjög spennt fyrir þessu og talar mikið um að ég verði að hlaupa hraðar, svo ég geti orðið fyrstur....svona eins og hún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Wow ! Amazing blog to follow I would suggest to follow my all friends and family to follow his blog . Vivacious Blog - Full life and energy. Keep Posting, alissa milano Christian Louboutin Pumps Mother Of Bride