fimmtudagur, maí 24, 2007

Fyrsti skóladagurinn




Í morgun var stór dagur í lífi Birnu Lífar. Hún fór í fyrsta skiptið í skólann. Birna Líf hefur beðið óþregjufull í tæpt ár eftir þessum degi og því mikill spenningur í morgun þegar hún fékk að fara í skólabúninginn og nota nýju skólatöskuna og nestisboxið sitt. Þettar var líka mjög áhugaverður dagur fyrir okkur Hilmar þar sem við fengum að vera með henni í morgun. Það sem ég tók einna helst eftir var hve mikill agi var á krökkunum í skólastofunni. Þetta eru 18 krakkar á aldrinum 5-7 ára þannig að þau eru mislangt komin í sínu námi. Það virtist ekki hvarla að þeim að hreyfa legg nél lið hvað þá að kalla fram í fyrir kennaranum (en ég minnist þess að kennarinn minn átti oft í miklum kappræðum við nemendurnar til þess eins að komast að). Annað sem kom á óvart var þessi aldursmunur milli krakkanna og eitthvað sem ég hef ekki kynnst áður. Þetta virðist ganga ágætlega því stóru krakkarnir passa upp á þau sem minni eru og yngri krakkarnir læra af eldri krökkunum. Birna Líf stóð sig rosalega vel fannst okkur Hilmari og eignaðist strax vinkonu sem heitir Elísabet. Þær eru á svipuðum aldri og Elísabet tók vel á móti Birnu Líf og leiddi hana út um alla skólalóð og ekki leið á löngu þar til þær voru orðnar bestu vinkonur. Birna Líf er strax farin að hlakka til að fara aftur í skólann. Hún sagði mér þó líka að hún ætti eftir að sakna krakkanna á leikskólanum og ætlaði að hafa stóra veislu fyrir þau þegar hún hætti þar....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe hún birna líf min er nu meiri rúsínan :D jesus :D til hamingju með það að vera kominn í skóla birna líf og til hamingju Siss og himmi með litlu stelpuna :)