þriðjudagur, júní 05, 2007

Maraþonið.....búið

Jæja þá er loksins öllum þessum hlaupum lokið.....a.m.k. í bili. Undirbúningurinn fyrir maraþonið hefur verið löppunum á okkur Svövu erfiður og Svava hefur átt við hnjávandamál að stríða og ökklarnir hafa verið að stríða mér. Það er líklega að einhverju leyti tengt því að við höfum mest verið að hlaupa í hæðunum hér í kringum Lyttelton. Við fengum hins vegar góð ráð frá Svani hvernig ætti að teipa hnén á Svövu og svo var hún líka með hitahlífar á báðum hnjám í hlaupinu. Þetta virkaði nógu vel til að hún náði að klára hálfmaraþonið (þrátt fyrir engin hlaup s.l. 4 vikur) og var á tæpum 2.28 klst. Ég var búinn að hvíla s.l. 2 vikur vegna slæmsku í ökklunum sem voru næstum orðnir fínir í hlaupinu. Ég náði að klára mitt fyrsta maraþon....jibbbííiii á tæpum 5 klst...uhummm. Fyrri helmingurinn var í lagi á 2:07 en seinni helmingurinn, og þá sér í lagi síðustu 5-10 km voru orðnir ansi hægir og ég er ekki frá því að þetta sé það langsársaukafyllsta sem ég hef gert sjálfviljugur fram að þessu. Þegar ég var að koma í mark þá kom Birna Líf hlaupandi á móti mér og við hlupum svo saman yfir marklínuna hönd í hönd.
Þessir fyrstu dagar eftir hlaupið eru hálfkindugir og ég er ansi hræddur um að þið mynduð öll brosa út í annað ef þið myndið sjá hvernig við berum okkur.....við getum eiginlega bara gengið á jafnsléttu þessa dagana og þá mjög hægt og að ætla að beygja sig eftir einhverju eða að hlaupa á eftir börnunum okkar, djísus maður.
Ég reyni að setja inn mynd við fyrsta tækifæri af atburðinum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Wow ! Amazing blog to follow I would suggest to follow my all friends and family to follow his blog . Vivacious Blog - Full life and energy. Keep Posting, wedding dress. cheap mobile phone. Evening Dresses