


Birna Líf er búin að bíða eftir hrekkjavöku í eitt ár og loksins rann upp dagurinn. Birna Líf var klædd í nornabúninginn sinn og Árni Kristinn í Jack Sparrow sjóræningjabúninginn sinn og svo var gengið á milli húsa og æpt á húsráðendur (í orðsins fyllstu hvað Árna Kristinn varðar) ,,Trick or Treat". Afraksturinn nægir í þó nokkra laugardaga :)
Sumir húseigendur leggja mikið í hrekkjavöku hér ytra og skreyta allt heima hjá sér og eru með tilbúna nammipoka o.s.frv. Á einum staðnum var búið að stilla upp galdrakústi og við hliðina var skilti sem stóð á ,,broom parking". Það var líka búið að skreyta með köngulóarvef og graskerjum. Innandyra voru svo 2 eldri nornir til að taka á móti gestum og hafði sú eldri tekið út úr sér fölskurnar í tilefni dagsins og Birna Líf var sannfærð um þær væru alvörunornir en hefðu ekki gert okkur mein þar sem Birna Líf væri klædd í nornaföt og væri því í nornareglunni!