miðvikudagur, september 24, 2008

Wanaka - vetrarfrí





Það er víst löngu kominn tími á framhald á pistlunum.....við erum búin að vera í vetrarhýði en nú er hitinn að komast yfir 20 stigin og sól skín í heiði þannig að ég ætla að hrúga þeim inn í dag!

Við eyddum einni viku í góðu yfirlæti í Wanaka sem er alveg frábær staður til að vera á. Við stefnum á að koma hér aftur að sumarlagi til að kanna umhverfið nánar, en hér er endalaus útivist í boði með fjölmörgum fjalla- hjóla og hlaupastígum, kajak á vatninu, veiði o.s.frv.
Við skelltum okkur tvisvar á skíði á svæði sem heitir Cardrona. Fyrri daginn var lélegt skyggni, snjómugga og frost. Árni Kristinn var sennilega að uppgötva ískaldar tær í fyrsta skipti og vissi eiginlega ekkert hvað var í gangi, tómur sársauki í tánum. Eftir smá nudd og hlýrri sokka fékkst hann þó af stað á þotuna og svo á skíði. Seinni dagurinn var hins vegar alveg frábær, heiðskírt og ótrúlega fallegt útsýni. Birna Líf fór í skíðaskóla og stóð sig mjög vel. Árni Kristinn skíðaði hins vegar með okkur og fékk að leika sér á snjóþotunni. Við Svava skiptumst á meðan á að fara í stólalyftuna upp á topp til að leika okkur aðeins :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Wow ! Amazing blog to follow I would suggest to follow my all friends and family to follow his blog . Vivacious Blog - Full life and energy. Keep Posting, lace cap sleeve wedding dress pumps christian louboutin. Mother Of Bride