



Árni Kristinn varð 3ja ára þann 16 og 17 september síðastliðinn. Hann hefur ekki verið neitt upprifinn yfir þessu afmælisstandi á meðan Birna Líf er búin að vera að skipuleggja þetta afmæli frá því hún var 6 ára. Við vöktum hann með afmælissöngi og hann opnaði pakkana sína þegar hann var búinn að átta sig á því að þetta væri kannski ekki svo slæmt þetta afmælisstand. það var haldið upp á afmælið hans á Íslandi með afmælisköku hjá Ásdísi og Svani og að sjálfsögðu bein útsending á skype á milli þessara tveggja afmælisveislna. Árni Kristinn fékk nýtt hjól frá okkur
Svövu (hann kallar það Motorbike) og svo var Tommi Togvagn þemað í hinum gjöfunum. Sunnudaginn á eftir var svo haldinn afmælisveislan og komu vinir hans af leikskólanum og var því að sjálfsögðu mikið líf í tuskunum fram eftir degi og fékk afmælisbarnið meira af Tomma Togvagnsdóti í afmælisgjöf.
Á 3ja ára afmælisdaginn var svo gert það sama og hjá Birnu Líf þegar hún varð 3ja ára......snuðin hans voru límd upp í loft með hans samþykki. Það var samt ekki laust við smá eftirsjá þegar hann fór í rúmið um kvöldið.
Þetta var samt ekki það eina sem var sambærilegt við 3ja ára afmælið hennar Birnu Lífar, hann fékk hjól eins og hún og þegar ég kom út á pall þá mætti mér Þorbjörg (sennilega að leysa Ásdísi af) á nýja hjólinu hans Árna Kristins!