laugardagur, maí 23, 2009

Ýmislegt í boði á Íslandi




Það var frábært að geta notað tækifærið og dustað rykið af gönguskíðunum okkar Svövu. Það var nógu mikill snjór til að geta farið hringinn í kringum voginn og það var ótrúlega gaman. Við fórum snemma að morgni og á meðan við vorum að fara hringinn var sólin að koma upp með tilheyrandi fegurð. Æðislegt! Annað sem ég var dreginn út í var að fara í sjósund með Svani og félögum hans í Nauthólsvíkinni. Það hljómaði allt mjög vel svo sem í gegnum skype-ið, en þegar dagurinn rann upp þá var rammíslenskt suðvestan slagviðri.....en það var ekki hægt að bakka út úr þessu. Ég var búinn að boða Egga bróðir í sundið líka, Daníel og Fertram og eins og sannir víkingar þá mættu þeir náttúrulega allir. Að auki komu líka Mikki og Rosie, sem lét sig hafa það líka. Ég og Eggi fórum reyndar út að hlaupa í slagviðrinu, svona rétt til að hita upp fyrir sundið og Eggi var sannfærður um að ég væri geðveikur. Sjórinn var einnar gráðu heitur og þvílíkt sjokk að stinga sér til sunds...en þegar maður kom upp úr, beinkaldur, þá var suðvestan slagviðrið eins og hlýr og ljúfur hnjúkaþeyr. Sem betur fór var þó búið að renna í heita pottinn og sjósundklúbburinn hans Svans var í jólasundi og komu því færandi hendi með koníaksstaup í pottinn. Frábær upplifun og ég veit að Eggi bróðir er núna orðinn forfallinn sjósundkappi eftir þessa fyrstu eldskírn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bwaahahahha! Awesome. xoxvintage wedding!?! Christian Louboutin Boots Flower Girls