Af okkur er það helst að frétta að Svava er að nálgast lokasprettinn í Mastersritgerðinni og ég hef verið á kafi í bókunum að undirbúa mig fyrir skriflega part sérfræðiprófsins þann 17. febrúar. Ég og einn annar strákur, Mark Gilbert, þreyttum prófið hér í Christchurch. Þessi hluti er aðalskelfirinn og yfirleitt um 40% fall í þessum hluta. Um helgar þá hef ég farið og leigt mér húsnæði utan Christchurch og læri 16 tíma á dag í nokkra daga í röð og Svava er heima með krakkana. Mér finnst þetta rosalega gagnlegt enda kemst ég yfir massamikið efni í þessum ferðum. Sem betur fer er þessum parti lokið og ég hef aðeins meiri tíma fyrir Svövu og krakkana. Það gekk bara ágætlega í prófinu en það tók 6 vikur að fá niðurstöðuna sem var betur fer jákvæð. Þann 2. og 3. maí var svo verklega prófið í Brisbane og gekk það líka ljómandi vel þannig að nú er ég frjáls maður....eða þannig. Klára svo verknámið í byrjun desember 2009 og verð þá orðinn sérfræðingur í Bráðalækningum ofan á Almennu Lyflækningarnar. Læt fylgja með eina mynd fyrir skriflega prófið þegar lítill tími var til raksturs.......
mánudagur, júní 01, 2009
Sérfræðipróf
Af okkur er það helst að frétta að Svava er að nálgast lokasprettinn í Mastersritgerðinni og ég hef verið á kafi í bókunum að undirbúa mig fyrir skriflega part sérfræðiprófsins þann 17. febrúar. Ég og einn annar strákur, Mark Gilbert, þreyttum prófið hér í Christchurch. Þessi hluti er aðalskelfirinn og yfirleitt um 40% fall í þessum hluta. Um helgar þá hef ég farið og leigt mér húsnæði utan Christchurch og læri 16 tíma á dag í nokkra daga í röð og Svava er heima með krakkana. Mér finnst þetta rosalega gagnlegt enda kemst ég yfir massamikið efni í þessum ferðum. Sem betur fer er þessum parti lokið og ég hef aðeins meiri tíma fyrir Svövu og krakkana. Það gekk bara ágætlega í prófinu en það tók 6 vikur að fá niðurstöðuna sem var betur fer jákvæð. Þann 2. og 3. maí var svo verklega prófið í Brisbane og gekk það líka ljómandi vel þannig að nú er ég frjáls maður....eða þannig. Klára svo verknámið í byrjun desember 2009 og verð þá orðinn sérfræðingur í Bráðalækningum ofan á Almennu Lyflækningarnar. Læt fylgja með eina mynd fyrir skriflega prófið þegar lítill tími var til raksturs.......
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju bróðir:) Löngu og ströngu námi nánast lokið.
Hmm ég held þú ættir að vera skegglaus. Þetta er einhvervegin ekki að gera sig.:)
Skrifa ummæli