þriðjudagur, júlí 14, 2009

Orana Wildlife Park




Eitt af því skemmtilegra sem krakkarnir gera er að fara í heimsókn í dýragarðinn hér í Christchurch. Enda er Árni Kristinn ákveðinn í að verða gíraffi þegar hann verður stór. Það hefur komið sér vel, Birna Líf bendir honum á það við matarborðið að Gíraffar borði grænmeti (sem Árni Kristinn er ekkert of hrifin af) og það rennur niður án nokkurra vandamála. Uppáhaldið hjá Birnu Líf er að gefa gíröffunum en Árni Kristinn vill bara gefa þessum litlu. Honum líst ekkert á þessa stóru svörtu tungu sem vefur sig utan um greinina sem hann heldur á. Annars er Árni Kristinn svo áhugasamur um dýr að þegar hann fær að velja DVD að horfa á þá velur hann oft Attenborough þættina. Um daginn þegar verið var að horfa á einn þátt um kjötætur þá varð uppi fótur og fit. Ljónin höfðu veitt stóran waterbuck og voru að byrja að gæða sér á honum þegar Birna Líf varð alveg öskuill. Sagði að þetta væri alls ekki sanngjarnt. Ljónin hefðu ,,drepið dýrið" og voru að borða það. Dýrið hafði ekki gert þeim neitt. Svava reyndi fyrst að malda í móinn að ljónin væru bara að leika við dýrið en þau héldu nú ekki. ,,Þau eru sko víst að borða það, sjáðu bara það er allt í blóði". SVo var þetta náttúrulega yfirfært á mannfólkið. Að aumingja dýrin vilja gera allt fyrir okkur og svo bara étum við þau! Ekki beint einfalt að réttlæta svona fyrir 6 og 3ja ára krökkum.

Engin ummæli: