mánudagur, september 14, 2009

Nokkrar myndir frá ferð til Gore Bay




Við fórum í ferðalag til Gore Bay með Carolyn og Einari á meðan Svava var á haus að klára verkefnið sitt og fylgja nokkrar myndir með úr þeirra ferð. Eitt að því sem kom upp á þegar Árni Kristinn var að hlaupa í fjörumálinu var að það kom inn hressileg alda og þegar útsogið kom þá missti hann fótanna og rúllaði í fjóra fimm hringi í sandinum og var ansi brugðið. Ég var nú við hliðina á honum þegar þetta kom fyrir og tók hann strax upp og hann jafnaði sig strax of hljóp aftur af stað með hárið smekkfullt af sandi.

2 ummæli:

Unknown sagði...

hehe þetta eru rosalega flottar myndir og ferðasagann er nu ekki verri :)
kv sibbi litli bró :)

Kristinn Ingólfsson sagði...

Krakkarnir klikka ekki á því!!!!! Árni Kristinn jarðbundnari en Birna Líf setur upp leikrit um það sem hún lærir.
Pabbi