mánudagur, ágúst 16, 2010

Skólafrí sept-okt 2009






Ég var að vinna seinni helming ársins niðri í Dunedin. Ég átti inni frí sem ég gat tekið í skólafríi krakkana og komu þau því að heimsækja mig til Dunedin og við fórum svo í ferðalag um syðsta part suðureyjarinnar ásamt Magnúsi, Þórhildi og krökkum og svo Mikka og Rosie líka. Við fórum fyrst suður til ,,The Catlins" sem er veðurbarinn suðaustur hluti eyjarinnar. Það var mjög skemmtilegt að vera fyrstu dagan í sumarbústað í góðum félagsskap, sem var ekki verra þar sem rokið vantaði ekki. það var magnað að keyra eftir þessari strandlengju sem er með mikið af ósnertum upprunalegum skóg Nýja Sjálands, sér í lagi nærri ströndinni þar sem tréin nánast uxu á ská með ríkjandi vindátt. Á einum stað er hægt að skoða steingerðar leifar af skóg þar sem skógarrjóðrið hafði endað á hafsbotni undir þrýsting og leifarnar steingerfst.
Eftir Catlins þá keyrðum við til Invercargill og svo þaðan áfram til Te Anau. Þar eyddum við nokkrum dögum í rólegheitum og fórum m.a. á kajak með krakkana og í hellaskoðun í helli sem hafði í einni hvelfingunni þúsundir glóorma. Við keyrðum svo áfram til Dunedin aftur og skoðuðum okkur um þar og sáum þar sæljón, skoðuðum sædýrasafnið svo e-ð sé nefnt.

Engin ummæli: