föstudagur, nóvember 26, 2010

Meðganga





Það er allt tilbúið hérna hjá okkur fyrir barnið en það fer greinilega ljómandi vel um það hjá mömmu sinni og neitar ennþá að koma út. Við fylgjum náttúrulega öllum góðum ráðleggingum til að reyna að koma hlutunum af stað, m.a. hoppa á trampólíni og fara í fjallgöngur daglega eins og má sjá á myndunum en það hefur ekki virkað hingað til. Í dag á Svava afmæli og við vöktum hana með afmælissöngnum og vorum með súkkulaðiköku, vöfflur og fleira finerí með því. Krakkarnir voru mjög spenntir og hjálpuðu við að baka kökuna. Það gekk heldur illa að stjórna þeim og ég rétt snéri mér við til að ná í þeytarann og þá voru þau búin að brjóta eggin ofan í hveitið og byrjuð að drullumalla því saman brosandi út að eyrum. Á endanum varð samt til hin gómsætasta súkkulaðiterta. Í morgun stóð Árni Kristinn sig líka mjög vel að þeyta sykurinn...saman við sykurinn og út um allt, en á endanum urðu nú líka til vöfflur. Við vorum að vonast eftir tvöföldum afmælisdegi....það eru enn eftir 15 tímar þannig að við sjáum hvað setur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I agree with many points. But in some areas, I feel we need to be more aggressive. Just my opinion. Love ya. wedding dresses. Christian Louboutin Pumps Evening Dresses