þriðjudagur, desember 28, 2010

Fyrstu dagarnir
Fyrsta vikan heima með Sólnýju Ingu gekk nokkuð vel, hún er dugleg að drekka og verður fljót að losna við þessa smá nýburagulu sem hún er með. Krakkarnir eru þvílíkt montnir af litlu systur sinni og vilja taka hana með í skólann fyrir ,,news''. Svefninn hefur verið allt í lagi, hún vaknar á 2-3 tíma fresti til að drekka á nóttunni. Henni finnst gott að fara í bað en er ekki eins ánægð að koma úr baðinu, enn betra virðist henni þó finnast að fara í sturtu með manni. Eitt einstakt við Sólnýju er að hún hefur frá degi eitt virst vera að syngja, þegar hún andar frá sér, þá kemur sönglandi hljóð. Ósköp sætt. Fólk hefur sagt að hún líkist mér, Hilmari, en það var eins með hin börnin og hefur svo lagast.
Birna Líf er ósköp móðurleg við hana og vill allt fyrir hana gera, hún er dugleg að syngja fyrir hana og hefur komist að því að Edelweiss lagið er uppáhaldið hennar.
Árni Kristinn vill alltaf hjálpa við bleyjuskiptin, enda búin að æfa sig á dúkku, og finnst það ekkert mál. Okkur hefur nú tekist að einskorða það við pissubleyjur en hann vill ólmur skipta á öllum bleyjum!

1 ummæli:

Ósk sagði...

Það er nú gott að það lagast;) Gaman að lesa pistlana:)