miðvikudagur, desember 27, 2006

Gleðileg jól


Við viljum óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við munum reyna að vera dugleg eftir sem áður að blogga á nýja árinu enda margt spennandi í vændum. Við flytjum inn í nýja húsið í febrúar, Svava byrjar í mastersnámi í biomedical engineering í háskólanum og margar spennandi fjölíþróttakeppnir eru í deiglunni...svona þegar Svava er búin að jafna sig í hendinni. Við stefnum að því að heimsækja klakann í júlí ef ég fæ frí í vinnunni og hittum þá vonandi sem flesta.


Jólin eru búin að vera dásamleg hérna hjá okkur. Við vorum með skötuveislu fyrir alla íslendinganna í Christchurch á Þorláksmessu og var hún mjög vel heppnuð. Við sáum um skötuna, hangikjöt, brennivín, jólaöl, harðfisk og laufabrauð. María og Bergur komu með heimabakað flatbrauð og Emma, Hera og Hirtirnir komu með rúgbrauð og heimagerðan eftirrétt.


Á aðfangadag vorum við með einn gest í mat...Ingó sem er í mastersnámi í verkfræði. Við vorum með risahumar í forrétt (ekki jafnstór og líflegur og sá sem við höfðum í fyrra). Í aðalrétt vorum við með dádýrshrygg sem Ingó og vinur hann veiddu og Ingó sá um að útbúa ris-ala-mand í eftirrétt.


Á jóladag fórum við svo í hangikjötsveislu til Maríu og Bergs og náðum að borða yfir okkur enn einn daginn í röð. Í gær, annan í jólum tókum við það svo bara rólega og fórum og spókuðum okkur í dýragarðinum með nesti og tilheyrandi.


Enn og aftur þá viljum við óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Við höfum opnað myndasíðu með myndum og myndbandsbútum á www.svavahilmar.phanfare.com

1 ummæli:

Ingólfur Kolbeinsson sagði...

Hae hae

Bara ad takka aftur fyrir mig. Otrulega gott ad fa "islensk" jol. Og frabaer matur og allt. Nuna turfum vid bara ad fara ad vinna i tvi ad na tessum mat utan af okkur aftur.

Gledilegt Ar.

Kv.Ingolfur