sunnudagur, mars 18, 2007

Veiði......skoðunarferðin



Partur af trikkinu við að fá Birnu og Kidda út í þetta sinn var að lofa Kidda veiðiferð. Kiddi tók því með sér öll gögn sem til þurfti að fá ferðamannaskotleyfi á Nýja Sjálandi. Við fórum því fljótlega í að redda því....fórum á löggustöðina og hittum þar fyrir náunga sem var afskaplega mikið um munað að láta Kidda fá skotvopnaleyfi. Þetta var sennilega í fyrsta sinn sem hann afgreiðis slíkt gögn frá Íslandi en það var varla að hann liti á þau, bara stimplað. Til að ganga úr skugga að ekki væri um stórhættulegan fjöldamorðingja að ræða þurfti Kiddi að svara 10 fjölvalsspurningum áður en leyfið væri afgreitt. Við vorum búnir að stautast í gegnum fyrstu 2 þegar hann hafði ekki þolinmæði í meira, reif af honum spurningablaðið og sagði að þetta væri alveg örugglega allt í lagi. Næsta skref var að útvega veiðileyfi og sjaldan höfum við hitt starfsfólk sem var jafnumhugað um að við kæmumst á veiðar og veiddum helst sem mest. Við ákváðum því að keyra suður að Lake Ohau þjóðgarðinum þar sem veiðivon var á Himalaya fjallageitur og Red Deer. Með okkur var Ingó sem á bæði haglara og riffil og er búinn að fara áður á veiði hér á Nýja Sjálandi. Við komum á gististað rétt fyrir miðnætti, fengum okkur örlítið viskí og beint í bólið þar sem við þurftum að vakna klukkan 5:30 um morguninn. Við keyrðum inn í dalmynni þar sem heitir North og South temple basin. Upp af dölunum gnæfðu tignarlegir tindar upp í 2500 metra hæð, með snjóbráð í toppunum. Fljótlega komum við auga á 3 red deer sem við hugðumst ná, en því miður fengu þau sennilega veður af okkur áður en við komumst í skotfæri og voru horfin inn í skóginn þegar við komum yfir lítinn háls. Við héldum því áfram upp en sáum ekki fleiri dýr en nutum þess að borða hádegismat í 1500 metra hæð með stórkostlegt útsýni til allra átta. Eftir að hafa gengið niður keyrðum við svo til Mt. Cook village og fengum okkur kaffibolla og kleinu (eða þannig) með frábært útsýni yfir Mt. Cook. Eftir það héldum við heim og komum aftur til Lyttelton seint um kvöldið á laugardegi.

Við vorum ekki alveg tilbúnir að gefast upp á veiðinni og fórum eldsnemma á mánudagsmorgni niður að Lake Ellesmere að sitja fyrir Kanadagæsum.....falleg sólarupprás, engar gæsir en náðum einni paradísarönd sem bragðaðist frábærlega A-La-Birna seinna í vikunni. Því miður snérist Kajakinn minn upp á toppnum á leiðinni til baka í sömu andrá og við fórum fram hjá umferðarskilti sem barðist utan í hann.......hann er því í viðgerð núna, blessað greyið.

4 ummæli:

Eggert Vébjörnsson sagði...

Hmm. Ég verð víst að viðurkenna að ég
vorkenni ykkur ekki neitt. Helv.. hart ef að menn geta ekki komið
sér úr húsi án þess að tilgangurinn sé að drepa einhverjar litlar sætar vesælar skepnur:) Þessutan hvað eruð þið að eltast við Kanadagæs þarna í Nýja Sjálandi!! Furðar migekki að þið finnið ekki neina:)
Ykkur væri nær að fá ykkur alminilega stafræna myndavél og aðdrátttarlinsu og mynda fjallageiturnar. Er visss um að þær myndu sitja fúslega fyrir:)
Jæja búinn að hrauna all hressilega yfir veiðimennina í þeirri fullvissu að fá grimm og heiftúðug viðbrögð.
PS. Þetta heldur ykkur þó í formi.

PS2. Hafa kajakinn langsum en ekki þversum á bílnum Himmi.

Hilmar Kjartansson sagði...

skrýtið að það skuli vanta veiðigenið í svona náinn ættingja minn....hmmmmm hann virðist þó hafa áhuga á að ,,skjóta" dýrin með myndavélinni sinni.

Takk fyrir ábendingarnar með kajakinn, hef það í huga þegar ég fer í næstu langferð.....ég hef ekkkert skilið í því hingað til af hverju það er flautað svona mikið á mig og sveigt frá mér...makes sense now.

Unknown sagði...

það er naumast sláttur á Eggert,er reynda sammála honum,skrýtið að svona hörkutól eins og ég sé svona linur veiðimaður.Annars er gaman að sjá hvað allt er í góðu standi,flott veður and so on.Eru nýjar myndir af húsi væntanlegar,er ekki myndavélin komin úr vidgerð ! Bestu kveðjur All Blacks

Hilmar Kjartansson sagði...

blisaður Þór

Það tók á annan mánuð að fá myndavélina úr viðgerð...núna þarf eg að finna tengisnúruna en hún er vel falin í e-um kassanum. Við vorum rétt nýbúin að fá myndavélina aftur og vorum að taka mynd af hesti og honum tókst næstum að sparka í myndavélina en það slapp fyrir horn í þetta sinn.
kv. Hilmar