laugardagur, mars 31, 2007

Afmælispistill



Ég verð að segja fyrir minn part að þá er alltaf jafngaman að eiga afmæli og sú tilfinning að aldurinn sé að færast yfir er ákaflega lítið truflandi. 36 ára afmælisdagurinn minn byrjaði með því að Birna Líf kom klukkan kortér í 7 um morguninn, hristi mömmu sína og sagði: ,,á ekki pabbi afmæli í dag?". Jú jú sagði Svava við því. ,,Komdu þá fram úr að útbúa morgunmat mamma" sagði sú stutta þá. Hálftíma síðar var svo náð í mig og á borðinu var dýrindismorgunmatur með himneskri djöflatertu að auki. Eftir þennan ljúfa morgunmat tygjuðu þau Svava, Birna Líf og Árni Kristinn í háskólann og leikskólann en ég var eftir heima. Veðrið var eins og best var á kosið, 25 gráður og sól þannig að ég skellti mér út að hlaupa langa hlaup vikunnar sem voru 2:15 klst sem var drjúg æfing í þessum hita.

Um kvöldið eldaði Svava svo frábæra Ribeye nautasteik að það var eins og maður væri kominn á Argentínu steikhús nema útsýnið út um eldhúsgluggann okkar var miklu betra.

í morgun komu svo Þorbjörg og Heiðar í heimsókn og við kíktum á markaðinn, fengum okkur organic bananaís, lékum okkur svolítið á leikvellinum og skutluðum síðan Svövu og Þorbjörgu 18 km út úr Lyttelton og þær eru að hlaupa til baka þegar þessi pistill er skrifaður. Æfingarnar þyngjast smám saman eftir því sem að nær dregur maraþoninu og erum við núna að hlaupa um 6 klst á viku.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Aldur" og "Árafjöldi"!!??

Hvað er það eiginlega? Og svona vel að merkja til hamingju með afmælið bróðir kær.

Ætli það séu ekki sannindi eins og svo margt annað í lífinu að þetta er allt undir manni sjálfum komið.
Aldur og elli geta verið manni kvöð og pína ef maður lætur líkamlegt og andlegt heilsufar drabbast og týnir barninu/unglingnum í sér. Þetta getur líka verið bara virkilega gaman að eldast svo lengi sem maður gætir að líkamlegu sem andlegu heilsufari eins og ég er að upplifa fyrir sjálfan mig.

Enn og aftur til hamingju elsku bróðir og passaðu upp á barnið í þér prakkarinn þinn:)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn um daginn.

Eggert segir að ég geti verið kvöð og pína... jæja, þá veit ég það...

kv.
Elli

Nafnlaus sagði...

Very thought provoking.bridal jacket Christian Louboutin Sandal Bridal Dresses