fimmtudagur, september 20, 2012

Ferðalag ,,down under"

Jæja, þá erum við kominn aftur af stað og ætlum að fara til Nýja Sjálands í tæpa viku og vera hjá vinum okkar Craig, Annie, Hugo og Tom áður en við höldum áfram til Port Macquarie í Ástralíu. Þar verðum við út október og höldum þá á ,,heimaslóðir" til Christchurch og verðum þar fram í miðjan nóvember. Þar sem krakkarnir, Birna Líf og Árni Kristinn, verða ekki í grunnskólanum í 2 mánuði þá verður Svava með þau í heimaskóla í samvinnu við kennarana þeirra í Hörðuvallaskóla. Sem hluti af kennslunni fyrir Íslensku, fá þau það hlutverk að skrifa vikulega pistla hér á bloggið og svo setjum við Svava eitthvað inn líka þegar þannig liggur á okkur.
Við lögðum af stað eldsnemma morguns miðvikudaginn 12 sept frá Íslandi og flugum í gegnum Frankfurt og svo áfram með Singapore Air til Singapore og þaðan til Auckland. Ferðalagið tók um 40 klst og gekk mjög vel, en það var þreytt fjölskylda sem kom í gegnum tollinn í Auckland og við vorum afskaplega feginn að vera kominn á leiðarenda.
Dagarnir fyrir ferðina voru annasamir og var til dæmis haldið upp á afmælið hans Árna Kristins í Ævintýragarðinum sem var rosalega gaman. Sólný Inga kláraði svo sinn síðasta dag hjá dagmömmunni þar sem hún fer á leikskóla þegar við komum til baka til Íslands í nóvember. Set inn nokkrar myndir fljótlega.

Engin ummæli: