föstudagur, september 21, 2012

Halló 2.HM



Hæ, nú er ég kominn til Ástralíu. Áður en við fórum til Ástralíu vorum við í 5 daga í Auckland á Nýja Sjálandi. Það var mjög skemmtilegt á Nýja Sjálandi. Ég hélt upp á afmælið mitt á Nýja Sjálandi með vini mínum Hugo, en við erum búnir að vera vinir frá því að við vorum eins árs á leikskóla. Ég fékk 3 afmæliskökur, fyrsta kakan var pönnukökukökukaka, hvað eru mörg K í því....(0). Svo fórum við á ströndina og þar fengum við aðra köku en hún var með hnetum, súkkulaði og smarties. Það var svo mikill vindur að það var erfitt að kveikja á kertinu. Það voru menn á flugdrekabrettum að leika sér í sjónum (kite surfing) og það var líka súlunýlenda þar sem við skoðuðum, mörg þúsund súlur. Um kvöldið fórum við út að borða á indverskum veitingastað og svo súkkulaðiköku á eftir. Ég gleymdi að segja ykkur að við lékum okkur með flugdreka á ströndinni og fórum í drullukast. Bæ í bili Árni Kristinn.

1 ummæli:

Disa sagði...

En hvað það er gaman að fá að lesa pistilinn frá þér frændi og innilega til hamingju með daginn þinn um daginn. Knús Ásdís