þriðjudagur, október 02, 2012

Risaleðurblökur eða flugandi refir

Sæl öll sömul.

Hér í Ástralíu eru risaleðurblökur/ávaxtaleðurblökur (Megabats). Þegar sólin sest á kvöldinn þá fara leðurblökurnar á stjá.


Okkur finnst alltaf jafn gaman að horfa á þær á kvöldin þar sem þær fluga yfir okkur í hundraðatali í leit að mat. Hér eru nokkar skemmtilegar staðreyndir um risaleðurblökurnar sem við erum búin að kynna okkur.
Eins og þið vitið eflaust eru leðurblökur spenndýr en ekki fuglar. Risaleðurblökur er stærstu leðurblökurnar í heiminum. Þær finnast í Afríku, mið-austurlöndunum Suðaustur Asíu, Ástralíu og mörgum af eyjunum hér í Kyrrahafinu. Þær lifa í stórum nýlendum með allt að 100.000 einstaklingum. Þær eyða öllum deginum í hangandi í trjám á hvolfi og hreyfa sig helst ekki á daginn. Þessar leðurblökur eru stundum kallaðar flugandi refir því að þær líta út eins og refir, samt hanga refir auðvitað ekki á hvolfi. Þessar leðurblökur geta  orðið allt að 22 ára gamlar.



Risaleðurblökur eru einnig stundum kallaðar ávaxtaleðurblökur vegna þess að þær borða einungis ávexti og blómasafa. Ofast eru ávextirnir kramdir og safinn frá þeim drukkinn. Tennurnar þeirra hafa þróast til þess að bíta í gegnum harða skurn á mismunandi ávöxtum.

Leðurblökubörnin fá mjólk að drekka hjá mæðrum sínum en geta ekki flogið fyrsta mánuðin og heldur mamman þeirra á þeim hvert sem hún fer. Þær eru því spendýr.

Leðurblökurnar eru heldur ekki blindar eins og við héldum, allar leiðurblökur hafa augu og geta séð ...en kannski bara misvel. En einnig er vel þekkt að minni leðurblökur noti ómbylgjur til að hjálpa sér að rata. Við notum ómbylgjur t.d. til að sjá börn í maganum á mömmu sinni. Risaleðurblökur sjá jafnvel og menn á daginn og betur en menn á nóttunni. Þær geta meira að segja synt með því að nota vængina.

bestu kveðjur

Árni Kristinn og Birna Líf.



2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Árni Kristinn.

Flottar leðurblökumyndir sem þú ert að sýna okkur. Það er fyndið að sjá allar leðurblökurnar uppi í tré.

Bestu kveðjur frá öllum í 2.HM

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegur fróðleikur.

kv.
Ásdís