fimmtudagur, desember 29, 2005

Hremmingar með snuð Árna Kristins



Við fórum í dýragarðinn í Christchurch í dag sem er alltaf feykigaman. Þetta er í raun ekki hefðbundinn dýragarður heldur svokallaður wild life park þar sem dýrin fá mun meira pláss en í gamla sædýrasafninu. Birna Líf hjálpaði til við að gefa gíröffunum og var voðalega spennt yfir ljónunum að sjálfsögðu.
Þegar við vorum að borða hádegismatinn okkar voru nokkrar aðgangsharðar endur að berjast um brauðmolana sem féllu af borðinu. Það vildi hins vegar ekki betur til en svo að Árni Kristinn spýtti út úr sér snuðinu og það var ein öndin fljót á sér að taka það í gogginn og svo var hún að japla á því með Hilmar hlaupandi á eftir henni. Með fyndnari atriðum sem ég hef séð í dýragarði!
Annars viljum við hér á Nýja Sjálandi óska ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs og við hlökkum til að hitta ykkur öll þegar við komum í heimsókn upp á klakann í september á næsta ári ;)

Engin ummæli: