mánudagur, desember 12, 2005

Laufabrauð og hangikjöt

Þó svo að við séum að halda upp á jól í mjög svo ólíku umhverfi og hitastigi en venjulega reynum við að halda í þær jólahefðir sem við erum vön. Þannig að um helgin héldum við laufabrauðsútskurð og jólaglögg. Við fengum í lið með okkur amerískt par sem er vinafólk Ásdísar og Svans. Þau komu með eggnog sem er drykkur sem búin er til úr eggjum, rjóma, sykri og út í er sett viskí, rosalega gott. Við keyptum svo reykt lambakjöt sem við suðum og buðum upp á rauðbeður,baunir og kartöflur með uppstúf. Þetta var alveg frábært og það eina sem vantaði var jólaölið. Laufabrauðsútskurðurinn gekk rosalega vel og ameríkanarnir komu með mjög skemmtilegar útgáfur að útskurði.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ skvís, gott hjá ykkur að halda í jólahefðirnar. Ég tók einmitt með mér nokkrar dósir af jólaöli heiman frá...Hvað er að frétta af litla fólkinu þínu? Lína er komin með tvær tennur og er dugleg við að rúlla sér á magann, það er aðalsportið þessa dagana.
óla

Nafnlaus sagði...

I agree with many points. But in some areas, I feel we need to be more aggressive. Just my opinion. Love ya. halter neck wedding dresses!?! Christian Louboutin Shoes Accessories