laugardagur, desember 24, 2005

Skata og jólatré

Jólaundirbúningurinn hér hinum megin á jarðarkringlunni hefur gengið með nokkuð hefðbundnu sniði að því undanskildu að helstu hráefnin eru alls ekki fáanleg. Við vorum hins vegar ekki á því að láta það stoppa okkur í því að halda upp á hefðbundin jól. Hilmar keypti því skötu fyrir rúmum mánuði sem hefur verið geymd í ísskápnum í vel einangruðu plastíláti. Fyrir viku síðan var hún svo söltuð og svo útvötnuð í þrjá daga. Í dag var svo haldin alvöru skötuveislu þar sem tíu Íslendingar gæddu sér á vel kæstri skötu.
Eftir skötuveisluna var eins og venjulega skotist í búðir til að ganga frá lausum endum og í kvöld var svo jólatréð skreytt og allir fengu jólaglögg eftir danskri uppskrift.
Við óskum öllum gleðilegra jóla og lofum að vera dugleg að ,,blogga" á nýju ári......he he.

Engin ummæli: