fimmtudagur, desember 27, 2007

Jólin





Veðrið hefur leikið við okkur um jólin með sól og hita í kringum 25 stigin. Jólaundirbúningurinn gekk vel með hefðbundnum jólabakstri og skötukæsingu. Þetta árið var skötuveislan haldin heima hjá Emmu og Hirti og var skatan vel kæst. Þau kveiktu svo upp í pizzaofninum og hver og einn útbjó pizzur eftir sínu höfði. Svava var reyndar fjarri góðu gamni þar sem hún var í bátsferð niður Waimakariri ána sem tók hana um 6 klst með tilheyrandi veltum í verstu flúðunum.

Á aðfangadag vöknuðum við snemma enda ekki alveg laust við smáspennu hjá þeim Birnu Líf og Árna Kristni. Skyrgámur hafði greinilega fundið okkur þrátt fyrir að við gerum honum erfitt fyrir með flutningum á hverju ári. Hann hafði smakkað á kræsingunum sem við skildum eftir fyrir hann og sullað skyri út um allt.

Matseðilinn á aðfangadag hjá okkur var eftirfarandi

Forréttur: Risarækjur, ostrur og risahumar A-La Eggi

Aðalréttur: Dádýrasteik með brúnuðum kartöflum, villibráðasveppasósu, Waldorfsalati, rauðbeðum og grænum baunum.

Eftirréttur: Ris-ala-mand sem Carolyn útbjó undir ströngu dönsku eftirliti, enda var útkoman rosagóð. Sem bónus-eftirrétt útbjó hún svo líka eplaböku sem við borðuðum með vanilluís.


Maturinn lukkaðist rosalega vel og krakkarnir voru orðnir ansi óþolinmóðir eftir að við hættum að borða og færum að ráðast á pakkana. það var algert pakkaflóð undir jólatrénu og fengu krakkarnir mikið af skemmtilegum gjöfum og hafa verið dugleg að leika sér að nýja dótinu sínu síðustu daga.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elskulega fjölskylda!

Gleðileg jól og hamingjuríkt nýtt ár! ;)

Mikið er gaman að lesa bloggið ykkar, ég kíki alltaf annað slagið á það, og sjá myndirnar!

Nú er ég komin í Vin loksins í sveitasæluna og jólakúluhúsið og hef það notalegt með fjölskyldunni... Halldór Svavar er reyndar á Akureyri að teyma Eddu upp og niður kirkjutröppurnar til að reyna að flýta komu prinsessunnar, en hún ætti annars að koma þann 9. jan, þau eru orðin óþolinmóð strax!

Mikið hlökkum við Kristveig, Finna og Soffía til að koma til ykkar til Nýja Sjálands í febrúar, ég er búin að kaupa ferðabók og drekk í mig myndir og frásagnir! Hvernig gengur að æfa fyrir Coast to coast? Ég sá að þið eruð á fullu í kayökunum... öfunda ykkur af þessu, hefði svo gjarnan vilja vera með, en kom því alls ekki við með flutningum og í öllu frostinu í Svíþjóð! Vonast til að geta komið með ykkur seinna!

Jólakossar ***
Kristbjörg frænka

Nafnlaus sagði...

Elsku Svava mín, Hilmar, Birna Líf, Árni Kristinn og Sigurbjörn.

Okkar innilegustu óskir um gleðilega jólarest og farsælt nýár.
Ósköp höfum við gaman að því að sjá myndir af ykkur og litli pjakkur er bara orðinn mjög líkur systur sinni.
Ég vona að ykkur líði öllum vel og náminu miði áfram hjá ykkur öllum.

Bestu kveðjur,
Ingunn og Sigurður

Nafnlaus sagði...

Hæ Hilmar og Svava og börn. Gleðilega Hátíð og hafið það gott um áramót. Alltaf gaman að filgst með ykkur og börnum og sjá myndir af þeim .Eins bið eg að heilsa honum Eggerti og vona að ykur öllum líði vel .Kveðja frá akureyri .Fjóla Helgi og 'A slaug.