fimmtudagur, desember 27, 2007

Tuatara keppnin





















































Við Svava tókum þátt í Tuatara keppninni annað árið í röð. Í fyrra tókum við þátt sem lið en í ár ákváðum við að taka þátt sem einstaklingar og er það partur í undirbúningi okkar fyrir Coast to Coast keppnina í febrúar. Keppnin er yfir 2 daga og innifelur fjallahlaup, fjallhjól og svo sjókajak parta. Sibbi tók líka þátt í keppninni og var hann í liði með Einari og Carolyn, auk þess tók svo Ingó þátt með 2 öðrum drenghnokkum í liði.
Veðrið var eiginlega of gott þessa helgi og tók það verulega á að klára fyrri daginn í tæpum 30 stiga hita en við höfðum það þó af og fengum æðisleg útsýni fyrir fjallahlaup- og fjallahjólapartana. Á degi 2 var svo sennilega enn heitara en fyrsti parturinn sem var 12km hlaup gekk vel og fyrri partur fjallahjólsins. Þegar ég var kominn langleiðina upp hæsta partinn var ég byrjaður að fá slæma sinadrætti í báðum fótleggjum. Ég reyndi að ganga þetta úr mér og hélt ég væri aðeins að skána og fór að hjóla aftur á jafnsléttu og var búinn að festa mig í pedalana þegar ég fékk skyndilega heiftarlega sinadrætti í báða fætur bæði að framan og aftan. Ég gat ekki einu sinni losað mig úr pedölunum og féll því ákaflega tignarlega til jarðar. Þar lá ég svo út í vegarkanti þegar Svava kom hjólandi á eftir mér og við reyndum að dóla okkur aftur af stað en það gekk ekki upp fyrir mig og varð ég að hætta keppni þarna, en það er ágætt að þetta gerðist í þessari keppni og vonandi eitthvað sem hægt er að leiðrétta fyrir stóru keppnina í febrúar. Svava tafðist fyrir vikið og fékk því ekki að fara af stað í síðasta partinn af keppninni þannig að við keyrðum til Akaroa og vorum við verðlaunaafhendinguna. Ég fékk í sárabætur spot prize - fínasta björgunarvesti.

Engin ummæli: