þriðjudagur, október 10, 2006

Vetrarlok

Það verður algert sjokk fyrir vini og vandamenn þegar þeir loksins líta á bloggið okkar aftur, allir löngu búnir að gefast upp á þessupistlaleysi. Viti menn þá bara rignir pistlunum inn á síðuna.
Síðustu helgi ákvaðum við að skella okkur í smáferðalag. Við pökkuðum því öllu okkar hafurtaski í skottið á bílnum, skelltum okkar á sveitamarkaðinn hér í Lyttelton til að kaupa okkur nýbakað brauð, lífrænt ræktað grænmeti og svo ægilega fína grísalundir af grísum sem erualdir upp í ,,stressfríu" umhverfi.Eftir það keyrðum við í bústað sem við leigðum í um 2 tíma fjarlægð frá Christchurch við strönd sem heitir Manuka Bay og gistum eina nótt þar í góðu yfirlæti og Birna Líf týndi meðal annars sítrónur af sítrónutrénu í garðinum. Á laugardeginum fórum við í göngutúr niður á ströndina þar sem Birna Líf og Svava týndu skeljar og fallega steina. Árni Kristinn lagði sig bara í vagninum og var ekki spenntari fyrir herlegheitunum en það.....reyndar hafði hann af mikilli þrjósku neitað að sofa á svefntímanum sínum í bílnum á leiðinni þannig að það var ekki að furða að hann hann drægi ýsur að lokum á ströndinni. Þegar Svava var að draga kerruna upp úr fjöruborðinu þegar það fór að flæða að þá var hún næstumbúin að detta um selshræ. Sem betur fer var hún að draga kerruna, annars hefði kerran strandað á hræinu. Á sunnudeginum fórum við svo á aðra fallega strönd þar sem heitir Gore Bay og er stutt þar frá. Þar er mikil strandmenning og þykja sérlega góðar öldur fyrir brimbrettiog svo er fallegt að kafa þar ýmist eftir Paua skeljum eða risahumrum.Við ókum svo aftur til Lyttelton til að drífa okkur í garðvinnuna enda það löngu orðið tímabært að segja illgresinu stríð á hendur. Ég og Birna Líf rifum upp úr matjurtagarðinum og Svava fór í að arfahreinsa daginn eftir.Um kvöldið höfðum við boðað til fundar á eskimóa-miðstöðinni heima hjá okkur. Við höfðum sent tölvupóst á vini og kunningja hér ytra þarsem við óskuðum eftir þáttakendum í fjölíþróttakeppni (multisport) sem er í lok nóvember og við Svava ætlum að taka þátt í. Það er skemmst fráþví að segja að auk okkar mættu tveir ofurhugar, þeir Mikael (í sérnámi í læknisfræði) og Ingólfur ( í verkfræði) og voru tvö lið sett saman.Ég og Svava verðum í öðru liðinu að sjálfsögðu og þeir í hinu. Þetta er 2ja daga keppni sem samanstendur af 6 leggjum, tveimur kajak, tveimur hlaupaog tveimur fjallahjólaleggjum. Slóðin á keppnina er http://tuatara.bloodygoodevents.co.nz/index.cfm
Við þurfum því heldur betur að fara að bretta upp ermarnar og taka á því. Látum ykkur vita síðar hvernig gengur. Við lofum líka að helga næsta pistil eingöngu börnunum okkar.....enda finnst flestum þeir pistlar mun skemmtilegri.
með kveðju úr vori og ærburði

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hó og dillidó

Ég er ekki frá því að ég hafi fengið sjokk þegar ég sá alla nýju pistlana. Ég var farinn að gefa upp alla von. Ég ætla að setja link á þessa síðu á mitt blogg, þá kemst hún inní les-rútínuna mína.

Mjög gaman að sjá að öllum líður vel

kv.
Elli

Nafnlaus sagði...

Wow ! Amazing blog to follow I would suggest to follow my all friends and family to follow his blog . Vivacious Blog - Full life and energy. Keep Posting, Wedding Dress Shops, Christian Louboutin Heels Vintage Wedding Dresses