

Afmælisveislan hans Árna Kristins var haldin í dag....við ákváðum vegna vegna veðurs að flytja afmælið niður á strönd og tókum með okkur öll veisluföngin ásamt kajökum niður á strönd. Fólk notaði mismunandi aðferðir við að komast í veisluna og hjólaði Shannon þangað á meðan Mikki og Ingó hlupu yfir fjallið frá Taylors Mistake. Árni Kristinn og Birna Líf voru alveg ljómandi ánægð með að halda veisluna á ströndinni og busluðu og léku sér í fjörunni. Árni Kristinn fékk margar skemmtilegar gjafir er greinilega búinn að læra að það er e-ð skemmtilegt falið innan í gjafapappírnum. Veislugestir voru einnig mjög ánægðir með staðarvalið og skiptust á að gæða sér á yndislegu súkkkulaðikökunum hennar Svövu og stunda sjóbað eða skella sér í stutta kajakferð.