fimmtudagur, september 13, 2007

Brakandi blíða



Við erum svo heppin að koma frá Íslandi og þar af leiðandi njótum við 3-4 mánaða aukasumars hér á Nýja Sjálandi miðað við innfædda. Þeir segja að það sé rétt svo komið vor núna, en hitinn í dag fór yfir 20 stig og samkvæmt okkar kokkabókum er það sumar og ekkert annað.
Sibbi er ekki illa haldinn af flugþreytu og skellti sér í hjólatúr í dag til að njóta útsýnisins yfir Lyttelton flóann. Á morgun er svo planið að fara með honum í fjallahjólatúr um port hills og kannski smákajak á eftir......humm, ekki mikill tími til að fara að innrétta útihúsið sitt svo hann fá svolítið næði þar. Annars var hann græjaður upp í dag með hjólabol ásamt hlaupa og inniskóm.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Einmitt... var að skoða spána fyrir helgina.. Laugardagur: hellirigning og 23 m/s og Svanur er að fara með nýliðana yfir fimmvörðuhálsinn... hehehe þetta verður blaut nýliðaferð múhaha.
Ég hinsvegar er svo óheppin að komast ekki þar sem ég verð að vinna, alveg ýkt óheppin :þ

kv.
Ásdís Syst

Nafnlaus sagði...

Getiði sett inn myndir af nýju racerunum? kv. asdis

Hilmar Kjartansson sagði...

gerum það næst siss
over and out sibbi

Nafnlaus sagði...

Wow ! Amazing blog to follow I would suggest to follow my all friends and family to follow his blog . Vivacious Blog - Full life and energy. Keep Posting, halter neck wedding dress!?! christian louboutin platforms. Mother Of Bride