laugardagur, september 22, 2007

Kajaknámskeið



Við Svava erum búin að vera á kajaknámskeiði í þessari viku. Þetta byrjaði allt í rólegheitum í lítilli sundlaug þar sem okkur var kennt að fara í og úr þessum litlu flúðakajökum. Svava var hrikalega stressuð fyrir námskeiðið, sér í lagi partinn þar sem við erum að æfa okkur í að vera á hvolfi! Nefið á henni fylltist líka strax af vatni og hún var næstum búin að gera pottþétta eskimóaveltu án nokkurrar kennslu um leið og henni var snúið á kaf í fyrsta skiptið. Þetta gekk samt allt að óskum og næsta skref var að fara í grunnæfingar á kyrru vatni. Þar var okkur sagt að róa beina línu í átt að leiðbeinandum sem var gjörsamlega ómögulegt til að byrja með á þessum kajökum. Í hvert skipti sem við rákum árina niður þá snerist kajakinn á punktinum nánast......en eftir smástund vorum við búin að ná tökum á þessu og gátum tekið öll áratökin með góðum árangri. Seinni dagurinn fór svo í að æfa okkur í meiri straumi sem var mjög skemmtilegt og nú bíðum við spennt (og kannski aðeins stressuð) eftir seinni part námskeiðsins sem verður tveggja daga kajak ferð niður Hurunui ána!

2 ummæli:

Viðar sagði...

Líst vel á flúðakajakana! Er þetta ekki hrikalega gaman? Væri alveg til í að koma í svona multisport með ykkur einhverntíman ef við getum notað svona græju í staðin fyrir sjókajak!

kv fá Norge

Viðar

Hilmar Kjartansson sagði...

þetta er hrikalega gaman, við erum mjög spennt að fara í þessa 2ja daga ferð niður ána líka. við Mikki verðum ekki lengi að drífa þig í multisportið þegar við erum allir komnir aftur upp á klakann.
kv. Hilmar