mánudagur, maí 05, 2008

Pizzaofninn taka tvö



Það er búið að standa til í langan tíma að búa til nýjan pizzaofn eins og við Svanur gerðum fyrir alllöngu síðan þegar við bjuggum á Rata street og héldum bestu pizzupartý í Christchurch. Undanfarna mánuði hefur farið fram mikil garðvinna sem var nauðsynlegur undanfari þess að geta gert ofninn. Að lokum gátum við Sibbi hafist handa. Í grunninn notuðum við gamalt timbur úr lestarteinum sem við grófum upp úr garðinum. Ofan á það hlóðum við svo múrsteinum sem við grófum upp úr garðinum og fengum nokkra gefins að auki. Þegar grunnurinn var kominn þá útbjuggum við sandmót af innri byrði ofnsins og blönduðum svo leir undan húsinu við sand og hlóðum í kring. Þetta var látið þorna í 2 daga og svo settum við Einar ytra leirlagið á íblandað hálmi til styrkingar. Síðan þá hefur eiginlega ekki viðrað nógu vel þannig að lítil þornun hefur verið í gangi. Í dag er hins vegar sól og blíða og ég vonast til að geta tekið sandinn innan úr og geta kveikt upp til að klára að þurrka ofninn.....ætti að vera tilbúið í pizzugerð næstu helgi. Set inn nýjar myndir þegar allt er klárt.

1 ummæli:

Eggert Vébjörnsson sagði...

Helv... er 'ann eitthvað smávaxinn.
Einar gæti pissað inní 'ann.
Annars lítur hann bara þokkalega út blessaður ofninn.