sunnudagur, september 19, 2010

Afmælisveisla Árna Kristins





Við héldum upp á afmælið hans Árna Kristins í blíðskaparveðri í dag. Allir vinir hans komu og var aldeilis mikið fjör. Við leigðum hoppukastala fyrir daginn sem passaði í garðinn hjá okkur með herkjum (þurfti aðeins að grisja trjágreinarnar). Svava bakaði þvílíka snilldar súkkulaðiköku sem Árni Kristinn hafði valið sér úr afmæliskökubókinni okkar. Kastalinn kom til okkar klukkan 11 um morguninn og má segja að krakkarnir hafi verið að hoppa í honum stöðugt fram til 1600 þegar hann var tekinn niður. Smáhlé til að borða og blása á kertin. Árni Kristinn fékk fullt af Ben 10 dóti, m.a. Ben 10 úr sem er með ljósi og hann er með uppi í rúmi eins og er að lýsa upp í loftið, ekki ólíklegt að héðan í fra verði ekki hægt að fara nokkuð án þess að vita hvar úrið er. Eina vandamálið við þennan hoppukastala var það að þegar foreldrarnir komu aftur að ná í krakkana sína þá gekk vægast sagt erfiðlega að ná þeim út í bíl. Árni Kristinn virtist í það minnsta afskaplega lukkulegur með daginn.

3 ummæli:

Kristinn Ingólfsson sagði...

Greinilega frábær dagur og það er orðin til svaka gæi fjölskyldunni.
Flottur súkkulaði kastali.
Afi

Svava Kristinsdóttir sagði...

Já þetta var mjög skemmtilegur dagur og síðan hengd upp lestar pinjata sem er einskonar kötturinn í tunnunni, og þar kom út sjóræninga dót þannig að allir krakkarnir fóru heim með lepp fyrir augunum og fjársjóðskort....já hann er alltí einu orðin svo stór, svo rosa flottur hérna með slaufuna, reyndar gafst hann upp á að vera með slaufuna fljótlega .....en við náðum samt mynd :)

chic Gucci shirts sagði...

goo d place!