Það er dúndurgangur í undirbúningi fyrir árstíðavillt Þorrablót hér í Christchurch. Það er búið að skipta verkum á meðal Íslendingana hér úti og það sem er m.a. í burðarliðnum er kæst Skata, síld, hákarl, harðfiskur, kleinur, ástarpungar, lifrarkæfa, flatkökur, pönnukökur, hangiket, uppstúfur, rófustappa, svið og í gær komum við svo öll saman heima hjá Maríu og Berg og tókum slátur! Flestir voru held ég að þreyta frumraun sína í að sauma keppina en það gekk allt framar vonum og voru teknir 30 lifrarpylsukeppir og 10 blóðmör og búið að smakka fyrstu suðu og bragðast alveg hreint ljómandi.
miðvikudagur, september 22, 2010
Slátur
Það er dúndurgangur í undirbúningi fyrir árstíðavillt Þorrablót hér í Christchurch. Það er búið að skipta verkum á meðal Íslendingana hér úti og það sem er m.a. í burðarliðnum er kæst Skata, síld, hákarl, harðfiskur, kleinur, ástarpungar, lifrarkæfa, flatkökur, pönnukökur, hangiket, uppstúfur, rófustappa, svið og í gær komum við svo öll saman heima hjá Maríu og Berg og tókum slátur! Flestir voru held ég að þreyta frumraun sína í að sauma keppina en það gekk allt framar vonum og voru teknir 30 lifrarpylsukeppir og 10 blóðmör og búið að smakka fyrstu suðu og bragðast alveg hreint ljómandi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli